Erlent

Fleiri greinast með svínaflensu

Vegfarandi í Mexíkóborg
Vegfarandi í Mexíkóborg

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti í gærkvöldi yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegn svínaflensu sem greinst hefur í Mexíkó og Bandaríkjunum.

Lönd heims eru hvött til að herða heilbrigðiseftirlit og fylgjast vandlega með því hvort óvenjuleg tilfelli flensu greinist eða þá að hópar fólks sýkist. Einnig skuli kanna hvort óvenjuleg tilfelli lungnabólgu greinist.

Í morgun var greint frá því að tíu gangfræðaskólanemar í Nýja Sjálandi hefðu líkast til sýkst af flensunni en þau voru í hópi sem var að koma frá Mexíkó.

Í gærkvöld var greint frá því að átta skólabörn í New York hefðu sýkst af inflúensu af A-stofni sem væri líklegat væg svínaflensa. Þau voru einnig í Mexíkó nýlega. Tvö tilfelli flensunnar hafa einnig greinst í Kansas-ríki í Bandaríkjunum.

Ríflega þrettán hundruð tilfelli af svínaflensu hafa greinst í Mexíkó síðan í mars og talið að hægt sé að rekja fleiri en áttatíu dauðsföll til sjúkdómsins.

Átta hafa greinst með hann í Kaliforníu og Texas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×