Innlent

Lokatölur kosninga: Sjálfstæðisflokkurinn tapar 9 þingmönnum

Sjálfstæðisflokkurinn tapar níu þingmönnum frá því í kosningum 2007. Talningu atkvæða lauk nú rétt eftir klukkan níu í morgun þegar lokið var við að telja atkvæði í Norðausturkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 16 menn kjörna, Samfylkinginn 20 og bætir við sig 2 mönnum, Framsóknarflokkurinn fær 9 menn kjörna og bætir einnig við sig 2 mönnum frá 2007. Borgarahreyfingin fær kjörna fjóra menn. Vinstri hreyfingin - grænt framboð fékk 14 menn kjörna.






Tengdar fréttir

Sigmundur hlakkar til að taka til starfa

„Jú, ég er bara farinn að hlakka til að taka til starfa á nýjum vettvangi," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson nýr þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við fréttastofuna. Það er búið að vera sérstakt að horfa á

Kosningaskýring: Samfylkingin komin í lykilstöðu

Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig.

Listi yfir þá sem taka sæti á Alþingi - 27 nýir þingmenn

Af þeim 63 þingmönnum sem náðu kjöri í kosningunum eru 27 konur en þær hafa ekki verið eins margar á þingi áður. Framsókn nær inn 9 þingmönnum, Sjálfstæðisflokkur 16, Borgarahreyfingin 4, Samfylking 20 og VG 14. Frjálslyndiflokkurinn þurkkast út í kosningunum og fær engan mann inn á þing. Hér að neðan má sjá lista yfir þá sem taka sæti á Alþingi samkvæmt niðurstöðum kosninganna.

Þingflokksformaður ekki inn á þingi

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir er ekki inni á þingi samkvæmt nýjustu tölum úr norðaustukjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar talsvert í kjördæminu. Þingmaðurinn Kristján Þór Júlíusson og svo Tryggvi Þór Herbertsson eru öruggir inn.

Jóhanna segir Evrópumálin eiga þátt í sigri Samfylkingarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja að Evrópumálin eigi verulegan þátt í sigri Samfylkingarinnar í kosningunum. Jóhanna sagði í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 að Samfylkingin hafi lagt verulega áherslu á evrópumálin. Það sé sannfæring flokksins að sú stefna sé leiðin út úr vandræðunum. Hún segist telja að fólkið vilji fá að kjósa um þá kosti sem séu til staðar varðandi Evrópusambandið.

Samstarf vinstri flokkanna ekki sjálfgefið

Ekki er sjálfgefið að Samfylkingin leiti eftir stjórnarsamstarfi við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð, að mati Magnúsar Orra Schram, sem er nýr þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

VG með þrjá þingmenn í NV kjördæmi

Vinstri hreyfingin - grænt framboð nær þremur mönnum á þing í Norðvesturkjördæmi eins og staðan lítur út þegar búið er að telja atkvæði úr öllum kjördeildum. Þar með er VG með flesta þingmenn í kjördæminu. Einn maðurinn nær þó sæti sem jöfnunarþingmaður. Þingsætin skiptast með eftirfarandi hætti.

Lúðvík úti - Jón Gunnarsson aftur inn

Hafnfirski bæjarstjórinn og Samfylkingarmaðurinn Lúðvík Geirsson er aftur dottinn út af þingi í suðvesturkjördæmi. Fyrr í kvöld sagði hann við Vísi að hann væri Samúel Örn kosninganna en hann datt inn og út af þingi heila nótt þar til hann endaði sem varaþingmaður.

Gríðarlegar sviptingar hjá þingmönnum

Nokkuð hefur breyst síðan Vísir sagði frá því að þingmenn væru að detta út fyrr í nótt. Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, Arnbjörg Sveinsdóttir, er dottinn inn sem jöfnunarþingmaður í norðausturkjördæmi. Þá er Birgir Ármannsson kominn á þing á ný sem jöfnunarþingmaður.

Ekki stærsti sigur Samfylkingarinnar

Samfylkingin nær ekki því kjörfylgi sem flokkurinn hafði árið 2003 ef niðurstöður verða þær sömu þegar búið er að telja öll atkvæði og þau eru núna. Árið 2003 hlaut flokkurinn 31% atkvæða. Eins og staðan er núna er flokkurinn með tæplega 30% atkvæða. Flokkurinn var hins vegar með heldur minna fylgi fyrst þegar Samfylkingin bauð fram árið 1999 og árið 2007, en þá var fylgið 26,8%.

Möguleiki á þremur stjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur möguleika á því að mynda þrennskonar ríkisstjórnir miðað við hvernig fylgið lítur út núna. Í fyrsta lagi getur Samfylkingin endurnýjað samstarfið við Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Í öðru lagi getur flokkurinn myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Í þriðja lagi getur flokkurinn myndað þriggja flokka meirihluta með Borgarahreyfingunni og Framsóknarflokknum.

Samfylkingin að stíga á sviðið sem kjölfestuflokkur

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingin sé með kosningunum nú að stíga á sviðið sem kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum. Þetta kom fram í viðtali við hann í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins.

„Fín sárabót í restina“

„Þessi tíðindi eru fyrst og fremst ánægjuleg og gleðileg. Ég held að við sjálfstæðismenn höfum átt þetta inni sem svona sárabót í restina,“ segir Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem datt inn á þing þegar síðustu tölur komu í hús um 9:00 leytið í morgun. Jón segir að flokkurinn hafi haft trú á því í alla nótt að þessi sextándi þingmaður kæmist inn og það hafi gengið eftir.

Lúðvík Geirsson: Ég er Samúel Örn þessara kosninga

„Ég er svona Samúel Örn þessara kosninga,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem segir það ekki sáluhjálparatriði hvort hann detti inn sem jöfnunarþingmaður eða einhver annar Samfylkingarmaður. Hann telur gott gengi Samfylkingarinnar útskýrast á evrópustefnu flokksins.

„Ég fer ósár frá þessu“

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði var í baráttusæti Samfylkinginarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þegar síðustu tölur komu í hús nú rétt rúmlega 9:00 í morgun var ljóst að hann var ekki inni. Hann hefur verið inni og úti í alla nótt og segist í samtali við Vísi hafa spáð því að hann yrði Samúel Örn fram undir morgun og það virðist hafa ræst.

Vísurnar streyma inn á Vísi

Vísir leitar að vísum í tengslum við kosningarnar frá hagyrtum einstaklingum. Séu þær húshæfar þá verða þær að sjálfsögðu birtar hér á vefnum. Þónokkrar vísur hafa þegar borist okkur og má sjá þær hér að neðan. Endilega sendið okkur fleiri vísur á netfangið frettir@stod2.is

Kemur vel til greina að hafa utanþingsráðherra áfram

Þau Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir segja bæði vel koma til greina að halda áfram með utanþingsráðherra. Þau voru spurð að þessu í formannaspjalli á Ríkisútvarpinu. Þau sögðu bæði ákaflega góða reynslu af því að fá þau Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og Rögnu Árnadóttur til liðs við ríkisstjórnina þrátt fyrir að þau sitji ekki á þingi.

Samfylkingin hagnast á uppbótarþingsætum

Alls eru níu þingmenn komnir inn vegna uppbótarþingsæta. Ástæðan fyrir uppbótarþingsætum er vegna þess að niðurstöður kosninga, sætanna það er að segja, er skipt á milli kjördæma til þess að jafna atkvæðavægi.

Lokatölur úr Kraganum - Ögmundur verður þingmaður áfram

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra nær kjöri sem þingmaður í Suðvesturkjördæmi eftir að lokatölur hafa verið birtar. Samkvæmt tölunum fær VG tvo þingmenn í kjördæminu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir verður annar þeirra og Ögmundur hinn. Eftir að fyrstu tölur voru birtar í Suðvesturkjördæmi leit ekki út fyrir að Ögmundur næði kjöri.

Lokatölur úr Reykjavík suður

Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður voru lesnar upp á fjórða tímanum. Samkvæmt þeim er Birgir Ármannssson með þingsæti. Lokatölur eru annars eftirfarandi.

Krefst afsagnar formanns Frjálslynda flokksins

„Ég tel að formaðurinn hafi keyrt flokkinn í þrot og hann eigi að segja sér sem og öll stjórnin," segir Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og fyrrum varaformaður hans en honum er brugðið vegna slæmrar útreiðar flokksins í kosningunum.

Lúðvík Geirsson er inni

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri er aftur kominn með sæti á Alþingi, en hann er fimmti maður Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi. Þeir Lúðvík Geirsson og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa skipst á jöfnunarsætinu það sem af er nóttu. Enginn veit enn hvernig sú staða endar.

27 nýir þingmenn

Samkvæmt nýjustu tölum eru tuttugu og sjö nýir þingmenn að fara hefja sitt fyrsta kjörtímabil á Alþingi. Flestir þeirra tilheyra Samfylkingunni, eða níu þingmenn. Samfylkingin er jafnframt með mestu endurnýjunina. Það koma hinsvegar fæstir nýjir þingmenn frá Sjálfstæðisflokknum og því endurnýjun flokksins minnst.

Davíð eyðilagði landsfund Sjálfstæðisflokksins

Davíð Oddsson eyðilagði landsfund Sjálfstæðisflokksins með ræðu sinni á fundinum, segir Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Endurreisnarnefndar flokksins.

Talningu lokið

Nú er talningu lokið í Alþingiskosningunum. 193.934 greiddu atkvæði en síðustu tölur komu frá Norðausturkjördæmi. Úrslit kosninganna eru á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn missir níu þingmenn á landsvísu, með 22.9 prósent og fá þeir 16 þingmenn kjörna.

Sigurður Kári dottinn út af þingi

Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson er dottinn út af þingi en hann var jöfnunarmaður í Reykjavík suður. Hann var þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins en Ásta Möller einnig dottinn út af þingi.

Þorgerður Katrín: Þetta er grautfúlt

„Þetta er grautfúlt," sagði þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður sjálfstæðisflokksins um afhroð Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í viðtali á RÚV. Hún sagði að flokkurinn þyrfti að halda áfram, ekki mætti dvelja í fortíðinni heldur horfa fram á við og læra af reynslunni: „Eins og ég segi alltaf, það er eitt skref til hægri og ekkert til vinstri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×