Innlent

Lúðvík úti - Jón Gunnarsson aftur inn

Hafnfirski bæjarstjórinn og Samfylkingarmaðurinn Lúðvík Geirsson er aftur dottinn út af þingi í suðvesturkjördæmi. Fyrr í kvöld sagði hann við Vísi að hann væri Samúel Örn kosninganna en hann datt inn og út af þingi heila nótt þar til hann endaði sem varaþingmaður.

Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson er dottinn aftur inn á þing í suðvesturkjördæmi en líklegt er að það geti breyst og þá er Lúðvík enn og einu sinni dottinn inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×