Innlent

Samstarf vinstri flokkanna ekki sjálfgefið

Magnús Orri segir umræður um aðildarviðræður við ESB vera það sem mestu máli skiptir.
Magnús Orri segir umræður um aðildarviðræður við ESB vera það sem mestu máli skiptir.
Ekki er sjálfgefið að Samfylkingin leiti eftir stjórnarsamstarfi við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð, að mati Magnúsar Orra Schram, sem er nýr þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Magnús Orri sagði í samtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins að Samfylkingin væri skuldbundin umræðunni um Evrópusambandsaðild. Honum þætti koma til greina að skoða samstarf við Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna. Það væri niðurstaðan varðandi ESB umræður sem skipta máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×