Innlent

„Fín sárabót í restina“

„Þessi tíðindi eru fyrst og fremst ánægjuleg og gleðileg. Ég held að við sjálfstæðismenn höfum átt þetta inni sem svona sárabót í restina," segir Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem datt inn á þing þegar síðustu tölur komu í hús um 9:00 leytið í morgun. Jón segir að flokkurinn hafi haft trú á því í alla nótt að þessi sextándi þingmaður kæmist inn og það hafi gengið eftir.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur og pólitíkina að þetta hafi farið svona. Við höldum fjórum þingmönnum hér í kjördæminu, vorum með sex síðast en lengst af fimm. Þetta sýnir að við eigum enn þéttan kjarna hérna sem skilaði sér á síðustu metrunum," segir Jón Gunnarsson.

Hann segir niðurstöðu kosninganna samt klárlega vera vonbrigði fyrir flokkinn og framundan séu ærið verkefni, að ná trausti kjósenda aftur. „Við höfum öll tækifæri til þess að vinna það traust til baka og áður en langt um líður verðum við aftur stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×