Erlent

Asbestmengun vandamál í breskum skólum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þúsundir kennara og nemenda í breskum skólum eru taldir í aukinni hættu á að fá krabbamein eftir að hafa sótt skólabyggingar með asbesti í veggjum en talið er að níu af hverjum tíu skólum í Bretlandi innihaldi hitaeinangrun úr asbesti.

Asbestryk er talið hafa orðið allt að 178 kennurum í landinu að bana síðan árið 1980. Margar skólabygginganna eru orðnar gamlar og slit í veggjum farið að gera það að verkum að asbestryk berst út í andrúmsloftið. Við innöndun safnast það fyrir í lungum og myndar örvef á nokkrum áratugum auk þess að geta valdið krabbameini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×