Barðastrandarræningi meinaði sjö ára börnum för Valur Grettisson skrifar 31. ágúst 2009 12:19 Einn af Barðastrandarræningjunum var handtekinn á laugardagskvöldið eftir að hafa gengið í skrokk á sautján ára pilti upp í Breiðholti. Atvikið átti sér stað um kvöldið en pilturinn hafði farið að vitja systkina sinna. Í ljós kom að Barðastrandarræninginn, auk félaga sem var með honum, höfðu meinað börnunum, sem eru um sjö ára aldur, að komast heim til sín. Börnin höfðu verið í verslun að kaupa sælgæti. Þegar þau skiluðu sér ekki strax heim fór bróðir annars barnsins að vitja þeirra. Hann kom þá að Barðarstrandarræningjanum auk félaga hans. Þeir höfðu meinað börnunum að fara heim til sín. Sautján ára pilturinn skarst þá í leikinn. Barðastrandarræninginn auk félaga hans gengu þá í skrokk á honum. Lögreglan var kölluð til og komu allnokkrir bílar. Þá voru meðal annars sérsveitamenn frá Ríkislögreglustjóra kallaðir til. Þegar lögreglan kom á vettvang streittust mennirnir á móti handtöku. Þeir voru yfirbugaðir og handteknir, síðan voru þeir fluttir í fangageymslur. Þar fengu þeir að dúsa yfir nóttina. Á sunnudeginum voru þeir yfirheyrðir og svo sleppt í kjölfarið. Fregnir herma að þeir hafi verið vopnaðir hníf en vopnið fannst ekki. Barðastrandarræninginn er ansi iðinn en fyrirtaka er í málinu í dag vegna ránsins á Barðaströnd. Þá brutust þeir inn til úrsmiðs á áttræðisaldri. Þeir slógu manninn og bundu hann. Svo létu þeir greipar sópa á verkstæðinu. Þeir komust undan með þýfi að andvirði tveggja milljóna króna. Einn mannanna, Axel karl Gíslason, er ákærður fyrir að hafa skipulagt ránið og sent tvo menn út af örkinni. Sjálfur braust hann ekki inn. Einn mannanna, Viktor Már Axelsson, er í gæsluvarðhaldi vegna fleiri afbrota. Þá var Jóhann Kristinn Jóhannsson staddur í Danmörku þegar þingfesting málsins fór fram. Fjórði maðurinn, Marvin Kjarval M. segist vera hættur fíkniefnaneyslu og stefnir á að verða hundaþjálfari. Tengdar fréttir Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd. 20. ágúst 2009 14:30 Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Mannræningi mætti með mömmu í héraðsdóm Yngsti mannræningi Íslands, Axel Karl Gíslason, hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja Barðastrandaránið. Hann braust ekki sjálfur inn heldur gerði hann þá Viktor Má Axelsson og Marvin Kjarval M. út af örkinni. 21. ágúst 2009 10:12 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Einn af Barðastrandarræningjunum var handtekinn á laugardagskvöldið eftir að hafa gengið í skrokk á sautján ára pilti upp í Breiðholti. Atvikið átti sér stað um kvöldið en pilturinn hafði farið að vitja systkina sinna. Í ljós kom að Barðastrandarræninginn, auk félaga sem var með honum, höfðu meinað börnunum, sem eru um sjö ára aldur, að komast heim til sín. Börnin höfðu verið í verslun að kaupa sælgæti. Þegar þau skiluðu sér ekki strax heim fór bróðir annars barnsins að vitja þeirra. Hann kom þá að Barðarstrandarræningjanum auk félaga hans. Þeir höfðu meinað börnunum að fara heim til sín. Sautján ára pilturinn skarst þá í leikinn. Barðastrandarræninginn auk félaga hans gengu þá í skrokk á honum. Lögreglan var kölluð til og komu allnokkrir bílar. Þá voru meðal annars sérsveitamenn frá Ríkislögreglustjóra kallaðir til. Þegar lögreglan kom á vettvang streittust mennirnir á móti handtöku. Þeir voru yfirbugaðir og handteknir, síðan voru þeir fluttir í fangageymslur. Þar fengu þeir að dúsa yfir nóttina. Á sunnudeginum voru þeir yfirheyrðir og svo sleppt í kjölfarið. Fregnir herma að þeir hafi verið vopnaðir hníf en vopnið fannst ekki. Barðastrandarræninginn er ansi iðinn en fyrirtaka er í málinu í dag vegna ránsins á Barðaströnd. Þá brutust þeir inn til úrsmiðs á áttræðisaldri. Þeir slógu manninn og bundu hann. Svo létu þeir greipar sópa á verkstæðinu. Þeir komust undan með þýfi að andvirði tveggja milljóna króna. Einn mannanna, Axel karl Gíslason, er ákærður fyrir að hafa skipulagt ránið og sent tvo menn út af örkinni. Sjálfur braust hann ekki inn. Einn mannanna, Viktor Már Axelsson, er í gæsluvarðhaldi vegna fleiri afbrota. Þá var Jóhann Kristinn Jóhannsson staddur í Danmörku þegar þingfesting málsins fór fram. Fjórði maðurinn, Marvin Kjarval M. segist vera hættur fíkniefnaneyslu og stefnir á að verða hundaþjálfari.
Tengdar fréttir Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd. 20. ágúst 2009 14:30 Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Mannræningi mætti með mömmu í héraðsdóm Yngsti mannræningi Íslands, Axel Karl Gíslason, hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja Barðastrandaránið. Hann braust ekki sjálfur inn heldur gerði hann þá Viktor Má Axelsson og Marvin Kjarval M. út af örkinni. 21. ágúst 2009 10:12 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd. 20. ágúst 2009 14:30
Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39
Mannræningi mætti með mömmu í héraðsdóm Yngsti mannræningi Íslands, Axel Karl Gíslason, hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja Barðastrandaránið. Hann braust ekki sjálfur inn heldur gerði hann þá Viktor Má Axelsson og Marvin Kjarval M. út af örkinni. 21. ágúst 2009 10:12
Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30