Erlent

Sarkozy og Bruni hyggja á barneignir fyrir kosningabaráttu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Carla Bruni og eiginkona hans ætla að eignast barn fyrir forsetakosningar.
Carla Bruni og eiginkona hans ætla að eignast barn fyrir forsetakosningar.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Carla Bruni-Sarkozy, eiginkona hans, hyggjast eignast fyrsta barn sitt saman árið 2011, eftir því sem fullyrt er í franska blaðinu Voici. Tímasetningin er engin tilviljun því barneignirnar munu marka upphafið að kosningabaráttu forsetans. Kosningar fara fram þar í landi árið 2012. Sarkozy á þrjú börn með fyrrum eiginkonu sinni en Carla Bruni á einn son.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×