Íslenski boltinn

Steinþór stefnir á að ná leiknum gegn FH

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steinþór fagnar marki fyrr á leiktíðinni. Mynd/Anton
Steinþór fagnar marki fyrr á leiktíðinni. Mynd/Anton

Steinþór Freyr Þorsteinsson er enn á meiðslalistanum og getur ekki leikið með Stjörnunni gegn Þrótti í kvöld. Steinþór hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins og hefur verið sárt saknað í Garðabæjarliðinu.

„Ég er meiddur á liðbandi rétt fyrir ofan ökklann," sagði Steinþór við Vísi. „Upphaflega átti ég að vera tvær vikur frá en nú eru þær komnar þrjár. Þetta eru ekki mjög alvarleg meiðsli en eru lengi að gróa."

„Ég er enn ekki byrjaður að skokka en tek bara einn dag fyrir einu. Við eigum leik svo strax á sunnudaginn (við ÍBV) og ég verð ekki heldur með í honum. Stefnan hjá mér er að verða klár aftur strax eftir Verslunarmannahelgi," sagði Steinþór en Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturum FH þann 6. ágúst.

Leikur Stjörnunnar og Þróttar í kvöld hefst klukkan 20 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Þrír aðrir leikir eru í Pepsi-deildinni en þeir hefjast allir 19:15; Fjölnir tekur á móti Val, Breiðablik fær ÍBV í heimsókn og Keflavík leikur gegn Fylki suður með sjó.


Tengdar fréttir

Þurfum að halda áfram og byggja á sigrinum

Þróttarar fundu taktinn svo eftir var tekið gegn Breiðabliki í Pepsi-deild karla á dögunum og unnu 4-0 stórsigur. Þetta var annar sigurleikur Þróttara í deildinni í sumar og kom þeim upp úr botnsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×