Erlent

Ellefu látnir í bílsprengingu í Írak

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Að minnsta kosti ellefu létu lífið og tuttugu og þrír særðust þegar sprengja sprakk í bíl í borginni Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag. Þetta staðfestir lögregla í samtali við BBC nú í kvöld.

Þeir sem létu lífið hafa gætt olíulinda á svæðinu að sögn lögreglu en einnig voru margir saklausir borgarar á meðal þeirra sem slösuðust. Lögregla segir að tala látinna gæti hækkað.

Þeir sem létu lífið í sprengingunni voru að ferðast í suðurhluta hverfisins þegar sprengjan, sem var staðsett í bíl, sprakk.

Árásir sem þessar hafa verið tíðar í borgum í norðurhluta Íraks upp á síðkastið, þar sem Al kaída og önnur samtök reyna að ná völdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×