Erlent

Kanadískir Vítisenglar handteknir

Danskir Vítisenglar
Danskir Vítisenglar MYND/ÚR SAFNI

Um 150 manns voru handteknir í riasastórri aðgerð lögreglu á höfuðstöðvar Vítisengla í Kanada. Um tólf hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni en svipaðar aðgerðir voru framkvæmdar í Frakklandi og Dóminíska lýðveldinu á sama tíma. Hinir grunuðu voru handteknir eftir niðurstöðu úr svokallaðri „Hákarlsaðgerð" sem staðið hefur yfir í um þrjú ár.

Handtökurnar tengjast morðum og fíkniefnabrotum sem voru framkvæmd á árunum 1992 og 2003.

Á því tímabili stóð yfir stríð milli Hell´s Angels og annars mótorhjólagengis í Kanada sem ber heitið, Rock Machine.

Af þeim 156 sem handteknir voru eru 111 þeirra en virkir meðlimir samtakanna að sögn lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×