Enski boltinn

Þeir vilja borga hann upp á 55 árum

Wilson Palacios
Wilson Palacios NordicPhotos/GettyImages

Hondúrasmaðurinn Wilson Palacios virðist ekki vera á leiðinni til Tottenham eins og talað hefur verið um ef marka má háðsleg ummæli Steve Bruce í viðtali í dag.

Wigan-stjórinn var spurður út í meintan áhuga Tottenham á miðjumanninum öfluga, en nú virðist sem Tottenham hafi ekki efni á að kaupa hann. Talið er að Wigan muni sætta sig við 14 milljónir punda fyrir hann, en stjórnarformaður Tottenham er víst ekki tilbúinn að borga á borðið.

"Allir sem hafa horft á Wilson spila síðustu mánuði vita hvað þeir eru að fá," sagði Bruce í samtali við Daily Star.

"Mér sýnist kaupverðið liggja fyrir en herra Levy vill fá að borga fyrir hann á 55 árum eða þar um kring," sagði Bruce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×