Enski boltinn

Gerrard jafnaði markametið sitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard kemur Liverpool yfir í gær.
Steven Gerrard kemur Liverpool yfir í gær. Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard skoraði tvívegis í 3-0 sigri Liverpool á West Ham í gær og jafnaði þar með sitt persónulega markamet.

Alls hefur Gerrard skorað 23 mörk á tímabilinu en það gerði hann einnig fyrir þremur árum síðan.

Gerrard komst reyndar einnig nálægt því í fyrra að jafna þetta met er hann skoraði 21 mark í öllum keppnum.

Í ár hefur hann skorað fimmtán mörk í ensku úrvalsdeildinni, sjö í Meistaradeild Evrópu og eitt í ensku bikarkeppninni.

Hann hefur enn tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni til að bæta metið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×