Íslenski boltinn

Luka Kostic tekur við Grindavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luka Kostic, til hægri, er tekinn við Grindavík.
Luka Kostic, til hægri, er tekinn við Grindavík. Mynd/E. Stefán

Milan Stefán Jankovic er hættur sem aðalþjálfari Grindavíkur og Lúka Kostic tekinn við starfinu. Milan Stefán verður aðstoðarmaður hans.

Fram kom á heimasíðu Grindavíkur í dag að Milan Stefán óskaði þess að stíga til hliðar eftir leik Grindavíkur og Fjölnis sem síðarnefnda liðið vann, 3-2. Grindavík er enn stigalaust eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Eysteinn Húni Hauksson var aðstoðarþjálfari Milan Stefáns en hættir því nú. Hann verður þó áfram aðalþjálfari yngri flokka félagsins.

Milan Stefán mun taka að sér þjálfun í yngri flokkum Grindavíkur sem og einstaklingsþjálfun.

Luka Kostic er fyrrum þjálfari U-21 landsliðs Íslands og þá þjálfaði hann einnig lið Grindavíkur árin 1994 til 1996.

Milan Stefán þarf þó að taka út tveggja leikja bann sem hann var dæmdur í eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik Fjölnis og Grindavíkur lauk. Hann var þá afar ósáttur við dómara leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×