Erlent

Norska lögreglan leitar Íslendings

Leit stendur nú yfir í norska bænum Noresund að 48 ára gömlum Íslendingi. Norska blaðið Verdens Gang segir frá málinu en manninum var vísað út úr rútu um klukkan eitt aðfararnótt Sunnudagsins.

Síðan hefur ekkert til hans spurst og hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn leitað mannsins og notið aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins. Leitarhundar hafa einnig verið notaðir við leitina og fundu þeir flösku sem maðurinn er talinn hafa haft meðferðis þegar hann fór úr vagninum. Áframhaldandi leit er fyrirhuguð í dag. Maðurinn var á leið frá Osló til bæjarins Gol í Hallingdsal. Bílstjóri rútunnar vísaði honum út sökum ölvunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×