Fótbolti

Brynjar Björn: Áttum klárlega að vinna leikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson í kröppum dansi í leiknum.
Brynjar Björn Gunnarsson í kröppum dansi í leiknum. Mynd/Daníel

Brynjar Björn Gunnarsson var fyrirliði íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld. Hann segir það hafa verið svekkjandi að hafa ekki fengið öll stigin þrjú úr leiknum.

„Við fengum mörg mjög góð færi... í sannleika sagt dauðafæri. Við hefðum klárlega átt að vinna leikinn miðað við það. Við vorum með ágætis stjórn á honum," sagði Brynjar.

„Við vorum betri í þessum leik og það sem við lögðum upp heppnaðist ágætlega," sagði Brynjar sem játar því að uppskeran í þessari undankeppni hafi verið vonbrigði.

„Það hefur mikið verið talað um þessa Skotaleiki, við höfðum viljað meira út úr þeim. Svo náttúrulega úr þessum leik í dag líka. Við áttum möguleika á að enda með sjö stig og það var svekkjandi að ná því ekki."






Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum

Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×