Fótbolti

Stórlaxar orðaðir við landslið Nígeríu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic photos/AFP

Ríkisstjórnin í Nígeríu hefur staðfest að hún muni leitast eftir því að ráða erlendan þjálfara til þess að stýra þjóðinni á lokakeppni HM í Suður-Afríku næsta sumar í stað landsliðsþjálfarans Shuaibu Amodu, þrátt fyrir að hann hafi fullt traust frá knattspyrnusambandi Nígeríu.

Samkvæmt heimildum fréttablaðsins Soccer Star í Nígeríu er jafnvel gert ráð fyrir því að nýr landsliðsþjálfari muni stýra Nígeríu strax í Afríkukeppninni í janúar.

Margir stórlaxar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Amodu í starfi, menn á borð við Guus Hiddink, Giovanni Trapattoni og Ruud Gullit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×