Enski boltinn

Newcastle og Middlesbrough berjast fyrir lífi sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Shearer, stjóri Newcastle.
Alan Shearer, stjóri Newcastle. Mynd/AFP

Það verður mikill fallslagur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Newcastle tekur á móti Middlesbrough á St. James Park. Liðin er jöfn í 18. og 19. sæti með 31 stig, þremur stigum yfir neðan Hull sem er í síðasta örugga sætinu.

Alan Shearer, stjóri Newcastle, hefur talað um að þetta sér stærsti leikurinn á hans ferli en Newcastle á enn eftir að vinna sinn fyrsta leik síðan að hann settist í stjórastólinn.

„Þetta er eins stór og mikilvægur leikur og þeir gerast. Þetta verður frábært fótboltaleikur og ég verða að segja að þetta sé stærsti leikurinn á mínum ferli," sagði Alan Shearer.

 

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50 en leikurinn sjálfur tíu mínútum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×