Dómstólar sagðir að kafna í málafjölda 25. nóvember 2009 06:00 Héraðsdómur Reykjavíkur er að sligast undan miklum málafjölda. „Það er hrúgað stöðugt á dómstólana eins og þeir séu botnlaus hít sem taki endalaust við," segir Helgi Jónsson, dómstjóri í Reykjavík. Margar vikur tekur að afgreiða umsóknir um greiðsluaðlögun og Héraðsdómur virðist vera að kafna í slíkum málum. „Það er alveg hárrétt," samsinnir Helgi. „Ofan á allt annað var þessu skellt á okkur fyrirvaralaust í maí í vor og ekki gert ráð fyrir neinum mannafla í verkið. Þetta teppir alveg einn aðstoðarmann og einn dómara að hluta." Að sögn Helga hafa samtals 254 beiðnir um greiðsluaðlögun komið til Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí. Óafgreidd mál séu í dag 85 talsins. Miklar annir séu einnig í þessum málum í Héraðsdómi Reykjaness. Greiðsluaðlögunarmálin eru alls ekki þau einu sem eru að sprengja dómstólana utan af sér. Helgi bendir á að í Reykjavík séu til dæmis þegar komin 983 einkamál með munnlegum málflutningi. Þau verði líklega um 1.100 áður en árið sé á enda. Í meðalári sé fjöldi slíkra mála um 750. Útlit sé fyrir enn fleiri mál á næsta ári. „Það er búið að afnema alla aðstoð við dómara í munnlega fluttum einkamálum og sakamálum. Okkur var lofað aðstoðarmönnum strax í sumar en það hefur ekki verið staðið við það," segir Helgi. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segist hafa bent á þá lausn að fjölga dómurum og aðstoðarmönnum. „Af því að ég hef ekki af neinu að taka hérna í ráðuneytinu bendi ég á hækkun dómsmálagjalda á móti. Að þessu er unnið og ég tel að að ég geti aflað þessum tillögum fylgis miðað við þær undirtektir sem þær fengu á Alþingi um daginn," segir ráðherra.- gar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur er að sligast undan miklum málafjölda. „Það er hrúgað stöðugt á dómstólana eins og þeir séu botnlaus hít sem taki endalaust við," segir Helgi Jónsson, dómstjóri í Reykjavík. Margar vikur tekur að afgreiða umsóknir um greiðsluaðlögun og Héraðsdómur virðist vera að kafna í slíkum málum. „Það er alveg hárrétt," samsinnir Helgi. „Ofan á allt annað var þessu skellt á okkur fyrirvaralaust í maí í vor og ekki gert ráð fyrir neinum mannafla í verkið. Þetta teppir alveg einn aðstoðarmann og einn dómara að hluta." Að sögn Helga hafa samtals 254 beiðnir um greiðsluaðlögun komið til Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí. Óafgreidd mál séu í dag 85 talsins. Miklar annir séu einnig í þessum málum í Héraðsdómi Reykjaness. Greiðsluaðlögunarmálin eru alls ekki þau einu sem eru að sprengja dómstólana utan af sér. Helgi bendir á að í Reykjavík séu til dæmis þegar komin 983 einkamál með munnlegum málflutningi. Þau verði líklega um 1.100 áður en árið sé á enda. Í meðalári sé fjöldi slíkra mála um 750. Útlit sé fyrir enn fleiri mál á næsta ári. „Það er búið að afnema alla aðstoð við dómara í munnlega fluttum einkamálum og sakamálum. Okkur var lofað aðstoðarmönnum strax í sumar en það hefur ekki verið staðið við það," segir Helgi. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segist hafa bent á þá lausn að fjölga dómurum og aðstoðarmönnum. „Af því að ég hef ekki af neinu að taka hérna í ráðuneytinu bendi ég á hækkun dómsmálagjalda á móti. Að þessu er unnið og ég tel að að ég geti aflað þessum tillögum fylgis miðað við þær undirtektir sem þær fengu á Alþingi um daginn," segir ráðherra.- gar
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira