Darren Bent verður mögulega frá í þrjár vikur en hann fór í læknisrannsókn í gær þar sem óttast er að hann hafi meiðst á vöðva aftan á læri.
Hann skoraði sigurmarkið er Sunderland vann 1-0 sigur á Arsenal um helgina og hefur alls skorað níu mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
„Hann gæti verið frá næstu þrjár vikurnar en við munum ekki vita meira fyrr en við fáum niðurstöðurnar," sagði Steve Bruce, stjóri Sunderland.
Ef hann missir af leik Sunderland við Wigan um helgina gæti Bruce lent í vandræðum með sóknarmenn þar sem Kenwyne Jones mun taka út leikbann um helgina.