Tugir manna yfirheyrðir í máli Baldurs 24. nóvember 2009 15:53 Baldur Guðlaugsson. Um tugur manna hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, þar sem gagnrýni Karls Axelssonar, lögmanns Baldurs, er vísað á bug. Í opnu bréfi sem birtist í Morgunnblaðinu í dag segir Karl að sér ofbjóði sú meðferð sem Baldur hefur verið látinn sæta undanfarið en hann er grunaður um að hafa brotið lög um innherjaviðskipti þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun. Karl gagnrýnir ítrekaða leka hjá embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitinu. Í tilkynningu Ólafs Þórs segir að það sé ekkert sem bendi til þess að starfsmenn embættisins hafi komið á framfæri upplýsingum, hvorki um þetta mál né nokkurt annað sem er til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. Ólafur Þór segir að Fjármálaeftirlitið hafi tekið tiltekna mál til rannsóknar 11. nóvember 2008 og að því hafi verið vísað til embættis sérstaks saksóknara 9. júlí síðastliðinn.Ólafur Þór HaukssonMynd/Stefán Karlsson„Um tugur manna hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn málsins. Óskað var eftir að eignir yrðu kyrrsettar í tengslum við rannsókn málsins með beiðni til sýslumanns 11. nóvember 2009 og kyrrsetningarmálinu lauk 13. nóvember. Þá var kyrrsetningin tilkynnt í samræmi við lög um kyrrsetningu og lögbann. Umfjöllun fjölmiðla um kyrrsetningu eignanna hófst að þessu ferli loknu. Rannsókn málsins var því orðin á vitorði fjölda manna utan embættis sérstaks saksóknara og því hæpið að fullyrða að um sé að ræða leka frá embættinu," segir í tilkynningu Ólafs Þórs. Ólafur Þór segir að Lögmæti rannsóknarinnar sé unnt að bera undir dómstóla sem taka afstöðu til réttmæti hennar. Það verði ekki gert í fjölmiðlum. Vegna rannsóknarhagsmuna tjáir embættið sig ekki frekar um málið. Tengdar fréttir Lögmanni Baldurs ofbýður vinnubrögð sérstaks saksóknara Karl Axelsson, lögmaður Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, skrifar í dag opið bréf til Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Bréfið er birt í Morgunblaðinu og segir Karl að sér ofbjóði sú meðferð sem Baldur hefur verið látinn sæta undanfarið en hann er grunaður um að hafa brotið lög um innherjaviðskipti þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun. 24. nóvember 2009 09:23 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Um tugur manna hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, þar sem gagnrýni Karls Axelssonar, lögmanns Baldurs, er vísað á bug. Í opnu bréfi sem birtist í Morgunnblaðinu í dag segir Karl að sér ofbjóði sú meðferð sem Baldur hefur verið látinn sæta undanfarið en hann er grunaður um að hafa brotið lög um innherjaviðskipti þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun. Karl gagnrýnir ítrekaða leka hjá embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitinu. Í tilkynningu Ólafs Þórs segir að það sé ekkert sem bendi til þess að starfsmenn embættisins hafi komið á framfæri upplýsingum, hvorki um þetta mál né nokkurt annað sem er til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. Ólafur Þór segir að Fjármálaeftirlitið hafi tekið tiltekna mál til rannsóknar 11. nóvember 2008 og að því hafi verið vísað til embættis sérstaks saksóknara 9. júlí síðastliðinn.Ólafur Þór HaukssonMynd/Stefán Karlsson„Um tugur manna hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn málsins. Óskað var eftir að eignir yrðu kyrrsettar í tengslum við rannsókn málsins með beiðni til sýslumanns 11. nóvember 2009 og kyrrsetningarmálinu lauk 13. nóvember. Þá var kyrrsetningin tilkynnt í samræmi við lög um kyrrsetningu og lögbann. Umfjöllun fjölmiðla um kyrrsetningu eignanna hófst að þessu ferli loknu. Rannsókn málsins var því orðin á vitorði fjölda manna utan embættis sérstaks saksóknara og því hæpið að fullyrða að um sé að ræða leka frá embættinu," segir í tilkynningu Ólafs Þórs. Ólafur Þór segir að Lögmæti rannsóknarinnar sé unnt að bera undir dómstóla sem taka afstöðu til réttmæti hennar. Það verði ekki gert í fjölmiðlum. Vegna rannsóknarhagsmuna tjáir embættið sig ekki frekar um málið.
Tengdar fréttir Lögmanni Baldurs ofbýður vinnubrögð sérstaks saksóknara Karl Axelsson, lögmaður Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, skrifar í dag opið bréf til Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Bréfið er birt í Morgunblaðinu og segir Karl að sér ofbjóði sú meðferð sem Baldur hefur verið látinn sæta undanfarið en hann er grunaður um að hafa brotið lög um innherjaviðskipti þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun. 24. nóvember 2009 09:23 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Lögmanni Baldurs ofbýður vinnubrögð sérstaks saksóknara Karl Axelsson, lögmaður Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, skrifar í dag opið bréf til Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Bréfið er birt í Morgunblaðinu og segir Karl að sér ofbjóði sú meðferð sem Baldur hefur verið látinn sæta undanfarið en hann er grunaður um að hafa brotið lög um innherjaviðskipti þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun. 24. nóvember 2009 09:23