Fótbolti

Eiður Smári: Mér er strax farið að líða vel hjá Mónakó

Ómar Þorgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/E. Stefán

Eiður Smári Guðjohnsen verður í eldlínunni með Mónakó í grannaslag gegn Nice kl. 17 í dag en hann segist í viðtali við Euro Sport í Frakklandi strax vera farinn að njóta þess að vera hjá Mónakó.

Hann segist jafnframt hlakka mjög til þess að leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa félaginu að ná fyrra stalli í frönsku 1. deildinni eftir nokkur erfið ár.

„Takmarkið er festa Mónakó í sessi á topp fimm í frönsku deildinni og vonandi tekst okkur það á tveimur tímabilum. Mér er hins vegar strax farið að líða vel hjá félaginu og finnst eins og ég geti verið hérna lengur en tvö tímabil. Það veltur samt allt á því að ég spili vel," segir Eiður Smári og kveðst ekki geta beðið eftir því að ná almennilegum tökum á frönskunni.

„Þegar ég næ valdi á frönskunni þá get ég farið að kynnast liðsfélögum mínum betur og lagt meira af mörkum innan vallar sem utan. Það er mjög mikilvægt að leikmenn hjálpi hver öðrum og styðji við bakið á liðsfélögum sínum hvort sem þú ert að spila eða ekki. Ég vill geta miðlað reynslu minni til liðsfélaganna og geri það betur þegar ég get talað frönsku," segir Eiður Smári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×