Innlent

Þrjár milljónir hafa safnast vegna Gaza

Tvær Palestínskar stúlkur leita skjóls. MYND/Getty
Tvær Palestínskar stúlkur leita skjóls. MYND/Getty

Rúmlega þrjár milljónir hafa safnast í Neyðarsöfnun fyrir Gaza, sérstöku átaki sem félagið Ísland-Palestína hefur staðið fyrir, allt frá fyrstu dögum árásarinnar á Gaza.

Í tilkynningu frá félaginu Ísland-Palestína kemur fram að átakinu verði haldið áfram því enn sé þörfin mjög brýn. Framlög til söfnunarinnar hafi aðallega komið frá einstaklingum, meðal annars á fundum sem félagið hafi staðið fyrir. Samgönguráðuneytið hafi jafnframt lagt söfnuninni lið með 500 þúsund króna framlagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×