Fótbolti

Afar ólíklegt að Hart haldi áfram hjá Portsmouth

Ómar Þorgeirsson skrifar
Paul Hart.
Paul Hart. Nordicphotos Gettyimages

Fyrir viku síðan virtist flest benda til þess að knattspyrnustjórinn Paul Hart myndi halda áfram með Portmouth eftir að hafa bjargað félaginu frá falli, en nú er öldin önnur.

Staðfest hefur verið að billjónamæringurinn Dr Sulaiman Al Fahim frá Sameinuðu arabísku frustadæmunum muni fljótlega ganga frá kaupum á Portmouth uppá um 60 milljónir punda, auk þess sem hann yfirtekur skuldir félagsins.

Al Fahim þessi var einmitt viðriðinn yfirtöku Manchester City á síðasta ári fyrir fjárfestingarfélagið Abu Dhabi Group þar sem hann er stjórnarmaður.

Fregnirnar um yfirtökuna hafa orðið til þess að margir af fremstu knattspyrnustjórum heims hafa nú verið nefndir sem líklegir til þess að taka þátt í þessu nýja ævintýri Al Fahim, en hann hefur gjarnan verið kallaður Donald Trump austursins og hefur ítök víða. Menn á borð við Roberto Mancini, Slaven Bilic og Sven-Goran Eriksson eru nú sterklega orðaðir við stjórastöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×