Stjórn MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sekta David Beckham fyrir hegðun hans í hálfleik í vináttuleik LA Galaxy gegn AC Milan. Beckham fékk óblíðar móttökur í leiknum og fór fyrir framan áhorfendahóp í leikhlénu og lét í sér heyra.
Sektin er reyndar aðeins dropi í hafið fyrir Beckham en hún hljóðar upp á rétt rúmar 120 þúsund íslenskar krónur.
Í yfirlýsingu frá MLS er sagt að leikmenn eigi aldrei að svara áhorfendum og ögra þeim á þann hátt að þeir reyni að komast úr stúkunni og inn á vallarsvæðið.