Halldór Orri: Væri fínt að spila við Þrótt í hverri viku Elvar Geir Magnússon skrifar 25. júlí 2009 10:00 Halldór Orri Björnsson Mynd/Anton „Við vorum orðnir ansi æstir í að ná þremur stigum eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn liðum í neðri helmingnum. Þetta var kærkominn sigur," segir Halldór Orri Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Stjörnuna þegar liðið burstaði Þrótt 5-1 á fimmtudag. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. Halldór gat ekki tekið þátt í umferðinni á undan vegna leikbanns en þá tapaði Garðabæjarliðið fyrir Grindavík. „Ég horfði á þann leik úr stúkunni og það var grátlegt að sjá hvernig við töpuðum niður forystunni þar. Ég var orðinn æstur í að spila og fann mig vel í þessum leik gegn Þrótti," segir Halldór en Stjarnan vann 6-0 sigur þegar liðið mætti Þrótti í fyrri umferðinni. „Það væri ekki verra ef við gætum spilað við þá í hverri viku miðað við þessa tvo leiki á móti þeim. Ég hef enga sérstaka skýringu á því af hverju okkur gengur svona vel á móti þeim en 11-1 í tveimur leikjum er ansi mikill markamunur. Við drápum leikinn í fyrri hálfleik með því að komast í 3-0. Við náðum flottum mörkum eftir föst leikatriði og það var hálfgert formsatriði að klára seinni hálfleikinn." Mikið hefur verið rætt um gervigrasvöll Stjörnunnar en liðið hefur fengið langflest stig sín á honum. „Heimavöllurinn hefur reynst okkur drjúgur. Við höfum enn ekki tapað leik hérna, erum komnir með 19 af 23 stigum á heimavelli. Svo má ekki gleyma stuðningsmönnunum sem eru líklega þeir bestu á landinu. Þeir eru að standa sig vel í frystikistunni eins og við köllum stúkuna okkar. Það er alltaf kalt þarna sama hvernig veðrið er," segir Halldór. Mætingin á leiki Stjörnunnar hefur verið döpur síðustu ár en nú iðar allt af lífi í Garðabæ. „Nokkrir félagar mínir tóku sig til á miðju sumri í fyrra. Þeir fjölmenntu á leiki með trommur og söngva. Við töpuðum síðan ekki leik í seinni umferðinni svo það sést alveg að stuðningsmennirnir eiga stóran þátt í þessu," segir Halldór Orri Björnsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Við vorum orðnir ansi æstir í að ná þremur stigum eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn liðum í neðri helmingnum. Þetta var kærkominn sigur," segir Halldór Orri Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Stjörnuna þegar liðið burstaði Þrótt 5-1 á fimmtudag. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. Halldór gat ekki tekið þátt í umferðinni á undan vegna leikbanns en þá tapaði Garðabæjarliðið fyrir Grindavík. „Ég horfði á þann leik úr stúkunni og það var grátlegt að sjá hvernig við töpuðum niður forystunni þar. Ég var orðinn æstur í að spila og fann mig vel í þessum leik gegn Þrótti," segir Halldór en Stjarnan vann 6-0 sigur þegar liðið mætti Þrótti í fyrri umferðinni. „Það væri ekki verra ef við gætum spilað við þá í hverri viku miðað við þessa tvo leiki á móti þeim. Ég hef enga sérstaka skýringu á því af hverju okkur gengur svona vel á móti þeim en 11-1 í tveimur leikjum er ansi mikill markamunur. Við drápum leikinn í fyrri hálfleik með því að komast í 3-0. Við náðum flottum mörkum eftir föst leikatriði og það var hálfgert formsatriði að klára seinni hálfleikinn." Mikið hefur verið rætt um gervigrasvöll Stjörnunnar en liðið hefur fengið langflest stig sín á honum. „Heimavöllurinn hefur reynst okkur drjúgur. Við höfum enn ekki tapað leik hérna, erum komnir með 19 af 23 stigum á heimavelli. Svo má ekki gleyma stuðningsmönnunum sem eru líklega þeir bestu á landinu. Þeir eru að standa sig vel í frystikistunni eins og við köllum stúkuna okkar. Það er alltaf kalt þarna sama hvernig veðrið er," segir Halldór. Mætingin á leiki Stjörnunnar hefur verið döpur síðustu ár en nú iðar allt af lífi í Garðabæ. „Nokkrir félagar mínir tóku sig til á miðju sumri í fyrra. Þeir fjölmenntu á leiki með trommur og söngva. Við töpuðum síðan ekki leik í seinni umferðinni svo það sést alveg að stuðningsmennirnir eiga stóran þátt í þessu," segir Halldór Orri Björnsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira