Halldór Orri: Væri fínt að spila við Þrótt í hverri viku Elvar Geir Magnússon skrifar 25. júlí 2009 10:00 Halldór Orri Björnsson Mynd/Anton „Við vorum orðnir ansi æstir í að ná þremur stigum eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn liðum í neðri helmingnum. Þetta var kærkominn sigur," segir Halldór Orri Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Stjörnuna þegar liðið burstaði Þrótt 5-1 á fimmtudag. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. Halldór gat ekki tekið þátt í umferðinni á undan vegna leikbanns en þá tapaði Garðabæjarliðið fyrir Grindavík. „Ég horfði á þann leik úr stúkunni og það var grátlegt að sjá hvernig við töpuðum niður forystunni þar. Ég var orðinn æstur í að spila og fann mig vel í þessum leik gegn Þrótti," segir Halldór en Stjarnan vann 6-0 sigur þegar liðið mætti Þrótti í fyrri umferðinni. „Það væri ekki verra ef við gætum spilað við þá í hverri viku miðað við þessa tvo leiki á móti þeim. Ég hef enga sérstaka skýringu á því af hverju okkur gengur svona vel á móti þeim en 11-1 í tveimur leikjum er ansi mikill markamunur. Við drápum leikinn í fyrri hálfleik með því að komast í 3-0. Við náðum flottum mörkum eftir föst leikatriði og það var hálfgert formsatriði að klára seinni hálfleikinn." Mikið hefur verið rætt um gervigrasvöll Stjörnunnar en liðið hefur fengið langflest stig sín á honum. „Heimavöllurinn hefur reynst okkur drjúgur. Við höfum enn ekki tapað leik hérna, erum komnir með 19 af 23 stigum á heimavelli. Svo má ekki gleyma stuðningsmönnunum sem eru líklega þeir bestu á landinu. Þeir eru að standa sig vel í frystikistunni eins og við köllum stúkuna okkar. Það er alltaf kalt þarna sama hvernig veðrið er," segir Halldór. Mætingin á leiki Stjörnunnar hefur verið döpur síðustu ár en nú iðar allt af lífi í Garðabæ. „Nokkrir félagar mínir tóku sig til á miðju sumri í fyrra. Þeir fjölmenntu á leiki með trommur og söngva. Við töpuðum síðan ekki leik í seinni umferðinni svo það sést alveg að stuðningsmennirnir eiga stóran þátt í þessu," segir Halldór Orri Björnsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
„Við vorum orðnir ansi æstir í að ná þremur stigum eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn liðum í neðri helmingnum. Þetta var kærkominn sigur," segir Halldór Orri Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Stjörnuna þegar liðið burstaði Þrótt 5-1 á fimmtudag. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. Halldór gat ekki tekið þátt í umferðinni á undan vegna leikbanns en þá tapaði Garðabæjarliðið fyrir Grindavík. „Ég horfði á þann leik úr stúkunni og það var grátlegt að sjá hvernig við töpuðum niður forystunni þar. Ég var orðinn æstur í að spila og fann mig vel í þessum leik gegn Þrótti," segir Halldór en Stjarnan vann 6-0 sigur þegar liðið mætti Þrótti í fyrri umferðinni. „Það væri ekki verra ef við gætum spilað við þá í hverri viku miðað við þessa tvo leiki á móti þeim. Ég hef enga sérstaka skýringu á því af hverju okkur gengur svona vel á móti þeim en 11-1 í tveimur leikjum er ansi mikill markamunur. Við drápum leikinn í fyrri hálfleik með því að komast í 3-0. Við náðum flottum mörkum eftir föst leikatriði og það var hálfgert formsatriði að klára seinni hálfleikinn." Mikið hefur verið rætt um gervigrasvöll Stjörnunnar en liðið hefur fengið langflest stig sín á honum. „Heimavöllurinn hefur reynst okkur drjúgur. Við höfum enn ekki tapað leik hérna, erum komnir með 19 af 23 stigum á heimavelli. Svo má ekki gleyma stuðningsmönnunum sem eru líklega þeir bestu á landinu. Þeir eru að standa sig vel í frystikistunni eins og við köllum stúkuna okkar. Það er alltaf kalt þarna sama hvernig veðrið er," segir Halldór. Mætingin á leiki Stjörnunnar hefur verið döpur síðustu ár en nú iðar allt af lífi í Garðabæ. „Nokkrir félagar mínir tóku sig til á miðju sumri í fyrra. Þeir fjölmenntu á leiki með trommur og söngva. Við töpuðum síðan ekki leik í seinni umferðinni svo það sést alveg að stuðningsmennirnir eiga stóran þátt í þessu," segir Halldór Orri Björnsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira