Nadal betri en Federer Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 13:29 Rafael Nadal fagnar stigi í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira
Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira