Styrkleikaröðun klár fyrir opna ástralska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2009 11:15 Novak Djokovic bar sigur úr býtum í einliðaleik karla í fyrra. Nordic Photos / Getty Images Búið er að raða þeim 32 bestu keppendum sem taka þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis í sæti samkvæmt styrkleikaröð. Raðað er samkvæmt stöðu leikmanna á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins en þeir sem ekki geta tekið þátt í mótinu er vitanlega ekki raðað í sæti. Nikolay Davydenko er eini leikmaðurinn úr fremstu röð í einliðaleik karla sem ekki getur spilað á mótinu vegna meiðsla. Maria Sharapova er einnig frá vegna meiðsla í kvennaflokki en hún bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra. Mótið hefst á mánudaginn næstkomandi og eru margir sem veðja á að Skotinn Andy Murray muni ná langt á mótinu en hann hefur verið í góðu formi undanfarið. Hann er í fjórða sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla en Spánverjinn Rafael Nadal er efstur. Í kvennaflokki er Jelena Jankovic frá Serbíu efst og Serena Williams önnur. Styrkleikaröðunin er til þess gerð að bestu leikmenn mótsins geta ekki mæst í fyrstu umferðum keppninnar. Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks og þeim skipt í átta flokka. Keppt er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi og er hver flokkur með sextán keppendur. Sigurvegarinn úr hverjum flokki kemst svo áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Skipulagið er með þeim hætti að efstu tveir menn á styrkleikalistanum geta ekki mæst nema í sjálfri úrslitaviðureigninni. Það er þó alls ekki algilt að aðeins þeir sem er raðað í styrkleikasæti komist langt á mótinu en í fyrra komst Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga alla leið í úrslitin þó svo að hann hafi fyrirfram ekki verið talinn meðal 32 sterkustu keppenda mótsins. Hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitunum. Tsonga er nú í fimmta sæti styrkleikalista mótsins. Efstu átta keppendur í einliðaleik karla: 1. Rafael Nadal, Spáni 2. Roger Federer, Sviss 3. Novak Djokovic, Serbíu 4. Andy Murray, Bretlandi 5. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 6. Gilles Simon, Frakklandi 7. Andy Roddick, Bandaríkjunum 8. Juan Martin del Potro, Argentínu Efstu átta keppendur í einliðaleik kvenna: 1. Jelena Jankovic, Serbíu 2. Serena Williams, Bandaríkjunum 3. Dinara Safina, Rússlandi 4. Elena Dementieva, Rússlandi 5. Ana Ivanovic, Serbíu 6. Venus Williams, Bandaríkjunum 7. Vera Zvonareva, Rússlandi 8. Svetlana Kuznetsova, Rússlandi Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Búið er að raða þeim 32 bestu keppendum sem taka þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis í sæti samkvæmt styrkleikaröð. Raðað er samkvæmt stöðu leikmanna á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins en þeir sem ekki geta tekið þátt í mótinu er vitanlega ekki raðað í sæti. Nikolay Davydenko er eini leikmaðurinn úr fremstu röð í einliðaleik karla sem ekki getur spilað á mótinu vegna meiðsla. Maria Sharapova er einnig frá vegna meiðsla í kvennaflokki en hún bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra. Mótið hefst á mánudaginn næstkomandi og eru margir sem veðja á að Skotinn Andy Murray muni ná langt á mótinu en hann hefur verið í góðu formi undanfarið. Hann er í fjórða sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla en Spánverjinn Rafael Nadal er efstur. Í kvennaflokki er Jelena Jankovic frá Serbíu efst og Serena Williams önnur. Styrkleikaröðunin er til þess gerð að bestu leikmenn mótsins geta ekki mæst í fyrstu umferðum keppninnar. Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks og þeim skipt í átta flokka. Keppt er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi og er hver flokkur með sextán keppendur. Sigurvegarinn úr hverjum flokki kemst svo áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Skipulagið er með þeim hætti að efstu tveir menn á styrkleikalistanum geta ekki mæst nema í sjálfri úrslitaviðureigninni. Það er þó alls ekki algilt að aðeins þeir sem er raðað í styrkleikasæti komist langt á mótinu en í fyrra komst Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga alla leið í úrslitin þó svo að hann hafi fyrirfram ekki verið talinn meðal 32 sterkustu keppenda mótsins. Hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitunum. Tsonga er nú í fimmta sæti styrkleikalista mótsins. Efstu átta keppendur í einliðaleik karla: 1. Rafael Nadal, Spáni 2. Roger Federer, Sviss 3. Novak Djokovic, Serbíu 4. Andy Murray, Bretlandi 5. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 6. Gilles Simon, Frakklandi 7. Andy Roddick, Bandaríkjunum 8. Juan Martin del Potro, Argentínu Efstu átta keppendur í einliðaleik kvenna: 1. Jelena Jankovic, Serbíu 2. Serena Williams, Bandaríkjunum 3. Dinara Safina, Rússlandi 4. Elena Dementieva, Rússlandi 5. Ana Ivanovic, Serbíu 6. Venus Williams, Bandaríkjunum 7. Vera Zvonareva, Rússlandi 8. Svetlana Kuznetsova, Rússlandi
Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira