Enski boltinn

Hyypia: Ég varð að fá að spila

Nordic Photos/Getty Images

Finnski varnarmaðurinn Sami Hyypia hjá Liverpool hefur nú gefið skýringu á því af hverju hann ákvað að fara frá Liverpool næsta sumar og ganga í raðir Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

"Mér finnst ég enn vera nógu ungur til að spila og ég veit að ég fengi takmörkuð tækifæri til þess hér. Það er helsta ástæða þess að ég ákvað að leita annað. Það er erfitt að sitja á bekknum og því verð ég að fara annað til að vera ánægður," sagði Hyypia.

Það kemur kannski ekki á óvart að úrslitaleikurinn gegn AC Milan í meistaradeildinni standi upp úr í minningunni hjá miðverðinum knáa.

"Sigurinn í meistaradeildinni var ótrúlegur. Að vera undir 3-0 og vinna samt er nokkuð sem ég mun aldrei gleyma. Svo eru líka fyrsti leikurinn minn á Anfield, fyrsta markið mitt og fyrsti leikurinn minn fyrir félagið mjög eftirminnilegir," sagði Hyypia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×