Enski boltinn

United vísar fréttum um Ribery á bug

Nordic Photos/Getty Images

Forráðamenn Manchester United kannast ekkert við að vera að undirbúa risatilboð í franska landsliðsmanninn Franck Ribery hjá Bayern Munchen eins og fram kom í frétt í breska blaðinu Guardian í morgun.

Guardian hélt því fram að United ætlaði að bjóða Bayern metupphæð fyrir Ribery til að fylla skarð Cristiano Ronaldo í sumar, en Portúgalinn hefur þrálátlega verið orðaður við Real Madrid.

Í tilkynningu frá United kom ekki annað fram en að frétt Guardian væri ekki svaraverð.

Guardian orðaði United líka við framherjann Diego Milito hjá Genoa á Ítalíu, en reikna má með því að sú frétt hafi verið byggð á sama grunni og fréttin um Ribery.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×