Forsetinn hefur hálfan mánuð til að staðfesta Icesave Ingimar Karl Helgason skrifar 28. ágúst 2009 12:06 Mynd/GVA Íslensk stjórnvöld bíða með öndina í hálsinum eftir viðbrögðum Breta og Hollendinga, við fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgðina. Forseti Íslands hefur hálfan mánuð til að staðfesta lögin. Fjárlaganefnd Alþingis gerði þann meginfyrirvara við Icesave frumvarpið, að ríkisábyrgð öðlaðist ekki gildi, nema Hollendingar og Bretar féllust á alla fyrirvara. Fram hefur komið að Bretum og Hollendingum hefur verið haldið upplýstum um gang mála. Stjórnmálamenn og aðrir innan úr embættismannakerfinu sem fréttastofa hefur rætt við, segja hins vegar fátt um viðbrögð þeirra. Heimildarmaður sem fréttastofa ræddi við í morgun, sagði að nú, þegar ríkisábyrgðin er orðin að lögum, bíði menn viðbragða þeirra með öndina í hálsinum. Fréttastofa leitaði viðbragða Breta nú fyrir hádegið, en hafði ekki fengið svör, þegar fréttatíminn hófst. Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarpið sem lög, er það sent í prentun. Það fara fer það til ríkisstjórnarinnar. Ráðherra gerir svo tillögu til forsetans um að hann staðfesti lögin. Þau öðlast gildi með undirskrift forsetans, og eru síðan birt í stjórnartíðindum. Leggja á samþykkt lagafrumvarp fyrir forsetann ekki síðar en tveimur vikum eftir samþykkt Alþingis. Veiti forsetinn ekki samþykki, þá halda lögin gildi sínu, en þarf að leggja fyrir þjóðaratkvæði. Það hefur einu sinni gerst að forseti hafi ekki skrifað undir; þegar Ólafur Ragnar Grímsson synjaði umdeildum fjölmiðlalögum samþykkis, og vísaði þá meðal annars til þess að gjá væri milli þings og þjóðar. Tengdar fréttir Fyrirvararnir styrkja samningana Fyrirvarar Alþingis við Icesave samningana við bresk og hollensk stjórnvöld styrkja samningana, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í umræðum á Alþingi í morgun sagði hann að í umræðunni um samningana undanfarin misseri hafi verið reynt að færa sökina frá þeim sem orsökuðu vandamálið yfir á þá sem bera ábyrgð á því að leysa málið. Hann sagðist ekki telja að sú söguskýring muni halda í framtíðinni. „Það gat aldrei komið lítill og sætur samningur til að leysa úr svona stóru máli." 28. ágúst 2009 09:36 Ríkisábyrgð á Icesave samþykkt Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar var rétt í þessu samþykkt með 34 atkvæðum gegn fjórtán. Fjórtán greiddu ekki atkvæði um málið, en einn var fjarverandi. 28. ágúst 2009 11:12 Fellum samningana og gerum nýja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir framgöngu sína í Icesave málinu við upphaf þingfundar í morgun. Hann lagði til að frumvarpið um ríkisábyrgð yrði fellt og nýr samningur gerður. 28. ágúst 2009 09:43 Atkvæði um Icesave greidd í dag alþingi Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna létu ríkisstjórnina – og þá sér í lagi Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra – heyra það í þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið sem stóð á Alþingi í allan gærdag og fram á kvöld. Töldu þeir stjórnvöld hafa haldið illa á málinu og í raun klúðrað því. Ætlan þeirra hafi verið að keyra málið óbreytt í gegnum þingið en til allrar lukku hafi það breyst mjög til betri vegar. 28. ágúst 2009 01:00 Breið samstaða ákaflega dýrmæt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir breiða samstöðu í Icesave málinu ákaflega dýrmæta fyrir framhaldið. Hún segir næsta verkefni ráðamanna vera að sannfæra Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin sé ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð. 28. ágúst 2009 09:11 Megum ekki gefast upp Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýndi að Íslendingar tækju á sig einkaskuld sem skert gætu lífsgæði þjóðarinnar. Hún talaði um fólkið sem nú færi úr landi með þekkingu sína og reynslu, meðal annars vegna samninganna. 28. ágúst 2009 10:10 Svona kusu þau í Icesave málinu Ríkisábyrgð á Icesave samningana var samþykkt á Alþingi í dag. 34 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, 14 sögðu nei og 14 sátu hjá. Einn þingmaður var fjarverandi. 28. ágúst 2009 11:34 Ríkisstjórnin treystir á minnihlutann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hættumerki að ríkisstjórnin vilji keyra Icesave málið í gegnum Alþingi þrátt fyrir litla samstöðu í þinginu. Ríkisstjórnin stefni í fen því hún verði aldrei neitt annað en valdabandalag Samfylkingar og Vinstri grænna sem treysti á stjórnarandstöðuna að leysa úr erfiðustu vandamálum sínum. Íslenska þjóðin eigi mun betra skilið. 28. ágúst 2009 09:19 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld bíða með öndina í hálsinum eftir viðbrögðum Breta og Hollendinga, við fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgðina. Forseti Íslands hefur hálfan mánuð til að staðfesta lögin. Fjárlaganefnd Alþingis gerði þann meginfyrirvara við Icesave frumvarpið, að ríkisábyrgð öðlaðist ekki gildi, nema Hollendingar og Bretar féllust á alla fyrirvara. Fram hefur komið að Bretum og Hollendingum hefur verið haldið upplýstum um gang mála. Stjórnmálamenn og aðrir innan úr embættismannakerfinu sem fréttastofa hefur rætt við, segja hins vegar fátt um viðbrögð þeirra. Heimildarmaður sem fréttastofa ræddi við í morgun, sagði að nú, þegar ríkisábyrgðin er orðin að lögum, bíði menn viðbragða þeirra með öndina í hálsinum. Fréttastofa leitaði viðbragða Breta nú fyrir hádegið, en hafði ekki fengið svör, þegar fréttatíminn hófst. Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarpið sem lög, er það sent í prentun. Það fara fer það til ríkisstjórnarinnar. Ráðherra gerir svo tillögu til forsetans um að hann staðfesti lögin. Þau öðlast gildi með undirskrift forsetans, og eru síðan birt í stjórnartíðindum. Leggja á samþykkt lagafrumvarp fyrir forsetann ekki síðar en tveimur vikum eftir samþykkt Alþingis. Veiti forsetinn ekki samþykki, þá halda lögin gildi sínu, en þarf að leggja fyrir þjóðaratkvæði. Það hefur einu sinni gerst að forseti hafi ekki skrifað undir; þegar Ólafur Ragnar Grímsson synjaði umdeildum fjölmiðlalögum samþykkis, og vísaði þá meðal annars til þess að gjá væri milli þings og þjóðar.
Tengdar fréttir Fyrirvararnir styrkja samningana Fyrirvarar Alþingis við Icesave samningana við bresk og hollensk stjórnvöld styrkja samningana, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í umræðum á Alþingi í morgun sagði hann að í umræðunni um samningana undanfarin misseri hafi verið reynt að færa sökina frá þeim sem orsökuðu vandamálið yfir á þá sem bera ábyrgð á því að leysa málið. Hann sagðist ekki telja að sú söguskýring muni halda í framtíðinni. „Það gat aldrei komið lítill og sætur samningur til að leysa úr svona stóru máli." 28. ágúst 2009 09:36 Ríkisábyrgð á Icesave samþykkt Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar var rétt í þessu samþykkt með 34 atkvæðum gegn fjórtán. Fjórtán greiddu ekki atkvæði um málið, en einn var fjarverandi. 28. ágúst 2009 11:12 Fellum samningana og gerum nýja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir framgöngu sína í Icesave málinu við upphaf þingfundar í morgun. Hann lagði til að frumvarpið um ríkisábyrgð yrði fellt og nýr samningur gerður. 28. ágúst 2009 09:43 Atkvæði um Icesave greidd í dag alþingi Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna létu ríkisstjórnina – og þá sér í lagi Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra – heyra það í þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið sem stóð á Alþingi í allan gærdag og fram á kvöld. Töldu þeir stjórnvöld hafa haldið illa á málinu og í raun klúðrað því. Ætlan þeirra hafi verið að keyra málið óbreytt í gegnum þingið en til allrar lukku hafi það breyst mjög til betri vegar. 28. ágúst 2009 01:00 Breið samstaða ákaflega dýrmæt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir breiða samstöðu í Icesave málinu ákaflega dýrmæta fyrir framhaldið. Hún segir næsta verkefni ráðamanna vera að sannfæra Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin sé ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð. 28. ágúst 2009 09:11 Megum ekki gefast upp Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýndi að Íslendingar tækju á sig einkaskuld sem skert gætu lífsgæði þjóðarinnar. Hún talaði um fólkið sem nú færi úr landi með þekkingu sína og reynslu, meðal annars vegna samninganna. 28. ágúst 2009 10:10 Svona kusu þau í Icesave málinu Ríkisábyrgð á Icesave samningana var samþykkt á Alþingi í dag. 34 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, 14 sögðu nei og 14 sátu hjá. Einn þingmaður var fjarverandi. 28. ágúst 2009 11:34 Ríkisstjórnin treystir á minnihlutann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hættumerki að ríkisstjórnin vilji keyra Icesave málið í gegnum Alþingi þrátt fyrir litla samstöðu í þinginu. Ríkisstjórnin stefni í fen því hún verði aldrei neitt annað en valdabandalag Samfylkingar og Vinstri grænna sem treysti á stjórnarandstöðuna að leysa úr erfiðustu vandamálum sínum. Íslenska þjóðin eigi mun betra skilið. 28. ágúst 2009 09:19 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fyrirvararnir styrkja samningana Fyrirvarar Alþingis við Icesave samningana við bresk og hollensk stjórnvöld styrkja samningana, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í umræðum á Alþingi í morgun sagði hann að í umræðunni um samningana undanfarin misseri hafi verið reynt að færa sökina frá þeim sem orsökuðu vandamálið yfir á þá sem bera ábyrgð á því að leysa málið. Hann sagðist ekki telja að sú söguskýring muni halda í framtíðinni. „Það gat aldrei komið lítill og sætur samningur til að leysa úr svona stóru máli." 28. ágúst 2009 09:36
Ríkisábyrgð á Icesave samþykkt Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar var rétt í þessu samþykkt með 34 atkvæðum gegn fjórtán. Fjórtán greiddu ekki atkvæði um málið, en einn var fjarverandi. 28. ágúst 2009 11:12
Fellum samningana og gerum nýja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir framgöngu sína í Icesave málinu við upphaf þingfundar í morgun. Hann lagði til að frumvarpið um ríkisábyrgð yrði fellt og nýr samningur gerður. 28. ágúst 2009 09:43
Atkvæði um Icesave greidd í dag alþingi Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna létu ríkisstjórnina – og þá sér í lagi Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra – heyra það í þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið sem stóð á Alþingi í allan gærdag og fram á kvöld. Töldu þeir stjórnvöld hafa haldið illa á málinu og í raun klúðrað því. Ætlan þeirra hafi verið að keyra málið óbreytt í gegnum þingið en til allrar lukku hafi það breyst mjög til betri vegar. 28. ágúst 2009 01:00
Breið samstaða ákaflega dýrmæt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir breiða samstöðu í Icesave málinu ákaflega dýrmæta fyrir framhaldið. Hún segir næsta verkefni ráðamanna vera að sannfæra Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin sé ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð. 28. ágúst 2009 09:11
Megum ekki gefast upp Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýndi að Íslendingar tækju á sig einkaskuld sem skert gætu lífsgæði þjóðarinnar. Hún talaði um fólkið sem nú færi úr landi með þekkingu sína og reynslu, meðal annars vegna samninganna. 28. ágúst 2009 10:10
Svona kusu þau í Icesave málinu Ríkisábyrgð á Icesave samningana var samþykkt á Alþingi í dag. 34 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, 14 sögðu nei og 14 sátu hjá. Einn þingmaður var fjarverandi. 28. ágúst 2009 11:34
Ríkisstjórnin treystir á minnihlutann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hættumerki að ríkisstjórnin vilji keyra Icesave málið í gegnum Alþingi þrátt fyrir litla samstöðu í þinginu. Ríkisstjórnin stefni í fen því hún verði aldrei neitt annað en valdabandalag Samfylkingar og Vinstri grænna sem treysti á stjórnarandstöðuna að leysa úr erfiðustu vandamálum sínum. Íslenska þjóðin eigi mun betra skilið. 28. ágúst 2009 09:19