Fyrirvararnir styrkja samningana Magnús Már Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2009 09:36 Steingrímur J. Sigfússon. Mynd/Daníel Rúnarsson Fyrirvarar Alþingis við Icesave samningana við bresk og hollensk stjórnvöld styrkja samningana, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í umræðum á Alþingi í morgun sagði hann að í umræðunni um samningana undanfarin misseri hafi verið reynt að færa sökina frá þeim sem orsökuðu vandamálið yfir á þá sem bera ábyrgð á því að leysa málið. Hann sagðist ekki telja að sú söguskýring muni halda í framtíðinni. „Það gat aldrei komið lítill og sætur samningur til að leysa úr svona stóru máli." Ráðherrann vitnaði til umræðunnar í þinginu í gær og sagði gott að allir, meira að segja framsóknarmenn, telji sig hafa náð miklum árangri eftir að upprunalega samkomulagið hafi verið kynnt í júní. Það væri gott að sem flestir væru ánægðir. Hann tæki það hlutskipti glaður að sér að vera eini maðurinn sem ekki væri sagður glaður með breytingarnar. Steingrímur kvaðst ekki kvarta undan því sem um hann hafi verið sagt í tengslum við Icesave samningana. En honum sárni þær árásir sem saklausir embættismenn hafi þurft að sitja undir án þess að geta varið sig. Þeir hafi einungis verið fulltrúar sinna ráðuneyta og stjórnvalda. Steingrímur sagði ljóst að framundan væru erfiðir tímar en að framtíðin væri einnig björt. Íslendingar hafi alla burði til að vinna sig í gegnum erfiðleikana. Tengdar fréttir Fellum samningana og gerum nýja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir framgöngu sína í Icesave málinu við upphaf þingfundar í morgun. Hann lagði til að frumvarpið um ríkisábyrgð yrði fellt og nýr samningur gerður. 28. ágúst 2009 09:43 Breið samstaða ákaflega dýrmæt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir breiða samstöðu í Icesave málinu ákaflega dýrmæta fyrir framhaldið. Hún segir næsta verkefni ráðamanna vera að sannfæra Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin sé ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð. 28. ágúst 2009 09:11 Ríkisstjórnin treystir á minnihlutann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hættumerki að ríkisstjórnin vilji keyra Icesave málið í gegnum Alþingi þrátt fyrir litla samstöðu í þinginu. Ríkisstjórnin stefni í fen því hún verði aldrei neitt annað en valdabandalag Samfylkingar og Vinstri grænna sem treysti á stjórnarandstöðuna að leysa úr erfiðustu vandamálum sínum. Íslenska þjóðin eigi mun betra skilið. 28. ágúst 2009 09:19 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fyrirvarar Alþingis við Icesave samningana við bresk og hollensk stjórnvöld styrkja samningana, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í umræðum á Alþingi í morgun sagði hann að í umræðunni um samningana undanfarin misseri hafi verið reynt að færa sökina frá þeim sem orsökuðu vandamálið yfir á þá sem bera ábyrgð á því að leysa málið. Hann sagðist ekki telja að sú söguskýring muni halda í framtíðinni. „Það gat aldrei komið lítill og sætur samningur til að leysa úr svona stóru máli." Ráðherrann vitnaði til umræðunnar í þinginu í gær og sagði gott að allir, meira að segja framsóknarmenn, telji sig hafa náð miklum árangri eftir að upprunalega samkomulagið hafi verið kynnt í júní. Það væri gott að sem flestir væru ánægðir. Hann tæki það hlutskipti glaður að sér að vera eini maðurinn sem ekki væri sagður glaður með breytingarnar. Steingrímur kvaðst ekki kvarta undan því sem um hann hafi verið sagt í tengslum við Icesave samningana. En honum sárni þær árásir sem saklausir embættismenn hafi þurft að sitja undir án þess að geta varið sig. Þeir hafi einungis verið fulltrúar sinna ráðuneyta og stjórnvalda. Steingrímur sagði ljóst að framundan væru erfiðir tímar en að framtíðin væri einnig björt. Íslendingar hafi alla burði til að vinna sig í gegnum erfiðleikana.
Tengdar fréttir Fellum samningana og gerum nýja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir framgöngu sína í Icesave málinu við upphaf þingfundar í morgun. Hann lagði til að frumvarpið um ríkisábyrgð yrði fellt og nýr samningur gerður. 28. ágúst 2009 09:43 Breið samstaða ákaflega dýrmæt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir breiða samstöðu í Icesave málinu ákaflega dýrmæta fyrir framhaldið. Hún segir næsta verkefni ráðamanna vera að sannfæra Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin sé ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð. 28. ágúst 2009 09:11 Ríkisstjórnin treystir á minnihlutann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hættumerki að ríkisstjórnin vilji keyra Icesave málið í gegnum Alþingi þrátt fyrir litla samstöðu í þinginu. Ríkisstjórnin stefni í fen því hún verði aldrei neitt annað en valdabandalag Samfylkingar og Vinstri grænna sem treysti á stjórnarandstöðuna að leysa úr erfiðustu vandamálum sínum. Íslenska þjóðin eigi mun betra skilið. 28. ágúst 2009 09:19 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fellum samningana og gerum nýja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir framgöngu sína í Icesave málinu við upphaf þingfundar í morgun. Hann lagði til að frumvarpið um ríkisábyrgð yrði fellt og nýr samningur gerður. 28. ágúst 2009 09:43
Breið samstaða ákaflega dýrmæt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir breiða samstöðu í Icesave málinu ákaflega dýrmæta fyrir framhaldið. Hún segir næsta verkefni ráðamanna vera að sannfæra Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin sé ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð. 28. ágúst 2009 09:11
Ríkisstjórnin treystir á minnihlutann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hættumerki að ríkisstjórnin vilji keyra Icesave málið í gegnum Alþingi þrátt fyrir litla samstöðu í þinginu. Ríkisstjórnin stefni í fen því hún verði aldrei neitt annað en valdabandalag Samfylkingar og Vinstri grænna sem treysti á stjórnarandstöðuna að leysa úr erfiðustu vandamálum sínum. Íslenska þjóðin eigi mun betra skilið. 28. ágúst 2009 09:19