Innlent

Átján ára ljóðskáld í framboð fyrir lýðræðishreyfinguna - myndband

Valur Grettisson skrifar

„Mér finnst að við ættum ekki að borga skuldir sem bankarnir stofnuðu til," segir Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir, yngsti frambjóðandi Íslands en hún býður sig fram fyrir Lýðræðishreyfinguna.

Þó svo að Ragnheiður sé eingöngu átján ára gömul þá hefur hún þegar hafið listamannaferil sinn. Hún er að vinna í ljóðabókinni „Skeletons in my Closet" sem hún vonast til að klára von bráðar.

Spurð hvort bókin fjalli um fjórflokka kerfið hlær Ragnheiður og segir ástandið svolítið þannig í dag, en nei, bókin fjallar meira um lífið og ástina.

Ragnheiður er mótfallin fjórflokkakerfinu og vill persónukjör. „Kerfi stjórnmálaflokkanna er liðið," segir hún ákveðin.

Hægt er að horfa á Ragnheiði fara með ljóð eftir sig sjálfa í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Þess má einnig geta að hún leitar að útgefanda fyrir ljóðabókina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×