Ricky Sbragia, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að George McCartney hefði ekki átt að fá rautt spjald í leik liðsins gegn Manchester City um helgina.
McCartney fékk rautt strax á fjórtándu mínútu leiksins fyrir að brjóta á Shaun-Wright Phillips þegar hann var að sleppa í gegn. Wright-Phillips var að elta langa sendingu en Sbragia telur að hann hafi ekki átt möguleika á að ná til knattarins.
„Það var snerting en ég tel að markvörðurinn (Martin Fulop) hafi verið búinn að ná boltanum," sagði Sbragia í við enska fjölmiðla. „Hann hefði aldrei náð boltanum."
„Sú ákvörðun dómarans að gefa McCartney rautt breytti gang leiksins og ég vona að hann muni endurskoða sína ákvörðun."