Fótbolti

Gary Neville kallaður inn í enska landsliðið

NordicPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Gary Neville hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn af Fabio Capello fyrir leiki Englandinga gegn Kazakstan og Andorra í næsta mánuði.

Hinn 34 ára gamli Neville hefur ekki spilað landsleik fyrir Englendinga síðan árið 2007 og sömu sögu er að segja um markvörðinn Paul Robinson hjá Blackburn sem einnig var valinn í liðið á ný.

Robinson kemst inn í liðið vegna meiðsla þeirra David James og Ben Foster. Fyrrum félagi Robinson hjá Tottenham, framherjinn Jermain Defoe, er líka kominn í landsliðshópinn á ný eftir að hafa ekkert spilað með landsliðinu á árinu.

Shaun Wright-Phillips hjá Manchester City er líka í hóp Capello þrátt fyrir að þurfa að gangast undir hnéuppskurð í sumar, en félagi hans Nedum Onuoha hjá City hlaut ekki náð fyrir augum Capello þrátt fyrir að hafa verið orðaður við landsliðið.

Hér fyrir neðan má sjá hóp Capello:

Markverðir: Scott Carson (West Bromwich Albion), Robert Green (West Ham United), Paul Robinson (Blackburn Rovers)

Varnarmenn: Wayne Bridge (Manchester City), Ashley Cole (Chelsea), Rio Ferdinand (Manchester United), Glen Johnson (Portsmouth), Joleon Lescott (Everton), Gary Neville (Manchester United), John Terry (Chelsea), Matthew Upson (West Ham United)

Miðjumenn: Gareth Barry (Aston Villa), David Beckham (AC Milan loan from LA Galaxy), Michael Carrick (Manchester United), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Theo Walcott (Arsenal), Shaun Wright-Phillips (Manchester City), Ashley Young (Aston Villa)

Framherjar: Carlton Cole (West Ham United), Peter Crouch (Portsmouth), Jermain Defoe (Tottenham Hotspur), Emile Heskey (Aston Villa), Wayne Rooney (Manchester United)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×