Enski boltinn

Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea með útisigra

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Arsenal fagna fyrsta markinu í kvöld.
Leikmenn Arsenal fagna fyrsta markinu í kvöld.

Chelsea heldur öðru sætinu í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 1-0 útisigur á Portsmouth í kvöld. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn Portsmouth og komst nálægt því að skora snemma leiks en skaut framhjá.

Lið Portsmouth lék nokkuð vel og fékk nokkur úrvalsfæri til að skora en Petr Cech átti góðan leik í marki Chelsea. Eina mark leiksins kom á 80. mínútu en þá skoraði Didier Drogba með hnitmiðuðu skoti.

Botnlið West Bromwich Albion steig enn eitt skrefið niður í 1. deild með því að tapa 1-3 fyrir Arsenal. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Athygli vakti að Arsene Wenger geymdi Robin Van Persie á bekknum en var með Nicklas Bendtner í fremstu víglínu. Eftir leik gagnrýna hann fáir fyrir þá ákvörðun.

Bendtner kom Arsenal yfir en Chris Brunt jafnaði skömmu síðar fyrir West Brom. Kolo Toure endurheimti forystu Arsenal með skalla og það var svo Bendtner sem skoraði þriðja mark liðsins og sitt annað. Arsenal er enn í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×