Íslenski boltinn

Grétar Sigfinnur: Allir eru með verkefnið á hreinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.

„Það eru fimmtán ár síðan við tókum þá síðast hérna svo þetta var kærkomið," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, eftir magnaðan 4-2 útisigur liðsins á FH í kvöld.

KR vann FH síðast í Kaplakríka 1994. „Við höfðum trú á verkefninu allan tímann en fengum samt tvö mörk í andlitið snemma leiks. Það var skelfilegur varnarleikur en eftir það fannst mér þetta frábært allan tímann," sagði Grétar.

„Ég er alveg sáttur við varnarleikinn fyrir utan þarna í byrjun og svo var sóknarleikurinn frábær. Gunni (Gunnar Örn Jónsson) brilleraði í þessum leik og Gummi Ben og Bjarni með flotta bolta. Það voru eiginlega allir bara frábærir í dag. Liðið í heildina er skuggalega flott."

„FH er með magnað lið og refsaði þarna fyrir mistök okkar í byrjun. En Evrópudeildin kenndi okkur margt og liðið er orðið miklu betra. Það hafa oft verið flottir leikmenn í KR sem hafa samt ekki verið tilbúnir að gera það sem þarf. Núna eru allir með verkefnið á hreinu," sagði Grétar.






Tengdar fréttir

Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri

Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×