Ríkisábyrgð á Icesave samþykkt Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 28. ágúst 2009 11:12 Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar var rétt í þessu samþykkt með 34 atkvæðum gegn fjórtán. Fjórtán greiddu ekki atkvæði um málið, en einn var fjarverandi. Flestir þingmenn sem grein gerðu fyrir atkvæði sínu sammældust um að fyrirvarar sem settir hefðu verið við samninginn væru til bóta. Framsóknarmenn töldu þó flestir að þeir gengu ekki nógu langt og greiddu atkvæði gegn samningnum. Borgarahreyfingin studdi fyrirvarana, en gat illa sætt sig við að þjóðin tæki á sig skuldir einkaaðila. Þingmenn flokksins ýmist greiddu atkvæði gegn frumvarpinu eða sátu hjá. Óháði þingmaðurinn Þráinn Bertelsson sagði lækninguna í þessu tilfelli verri en sjúkdóminn og greiddi atkvæði gegn málinu. Sjálfstæðismenn sátu flestir hjá við atkvæðagreiðslu málsins, nema þeir Árni Johnsen og Birgir Ármannson, sem greiddu atkvæði gegn málinu. Steingrímur J. Sigfússon gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði að Icesave myndi óleyst standa fyrir mikilvægum málum sem tengjast endurreisn efnahagslífsins og þjóðarbúskapsins. Bæði hann og aðrir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Þingmenn Samfylkingar greiddu málinu allir atkvæði sitt. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, var sá eini úr röðum flokksins sem tók til máls við atkvæðagreiðsluna. Hann vísaði öllum ummælum um að einhver felu- eða blekkingarleikur hefði verið um málið út á hafsauga. Hér að neðan má sjá hvernig hver einstakur þingmaður greiddi atkvæði í málinu. Atli Gíslason sagði jáÁlfheiður Ingadóttir sagði jáÁrni Johnsen sagði nei.Árni Páll Árnason sagði já.Árni Þór Sigurðsson sagði já.Ásbjörn Óttarsson sat hjá.Ásmundur Einar Daðason sagði já.Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sagði já.Birgir Ármansson sagði nei.Birgitta Jónsdóttir sagði nei.Birkir Jón Jónsson sagði nei.Bjarni Benediktsson sat hjá.Björgvin G. Sigurðsson sagði já.Björn Valur Gíslason sagði já.Einar K. Guðfinnsson sat hjá.Eygló Harðardóttir sagði nei.Guðbjartur Hannesson sagði já.Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagði já.Guðlaugur Þór Þórðarson sat hjá.Guðmundur Steingrímsson sagði nei.Gunnar Bragi Sveinsson sagði neiHelgi Hjörvar sagði já.Höskuldur Þórhallsson sagði nei.Illugi Gunnarsson var fjarverandi.Jóhanna Sigurðardóttir sagði já.Jón Gunnarsson sat hjá.Jónína Rós Guðmundsdóttir sagði já.Jón Bjarnason sagði já.Katrín Júlíusdóttir sagði já.Katrín Jakobsdóttir sagði já.Kristján Þór Júlíusson sat hjá.Kristján L. Möller sagði já.Lilja Rafney Magnúsdóttir sagði já.Lilja Mósesdóttir sagði já.Magnús Orri Schram sagði já.Margrét Tryggvadóttir sagði nei.Oddný Harðardóttir sagði já.Ólína Þorvarðardóttir sagði já.Ólöf Nordal sat hjá.Pétur H. Blöndal sat hjá.Ragnheiður E. Árnadóttir sat hjá.Ragnheiður Ríkharðsdóttir sat hjá.Róbert Marshall sagði já.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði nei.Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði já.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði já.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði nei.Siv Friðleifsdóttir sagði nei.Skúli Helgason sagði já.Steingrímur J. Sigfússon sagði já.Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði já.Svandís Svavarsdóttir sagði já.Tryggvi Þór Herbertsson sat hjá.Unnur Brá Konráðsdóttir sat hjá.Valgerður Bjarnadóttir sagði já.Vigdís Hauksdóttir sagði nei.Þorgerður K. Gunnarsdóttir sat hjá.Þór Saari sat hjá.Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði já.Þráinn Bertelsson sagði nei.Þuríður Backman kallaði inn varaþingmann, Bjarkey Gunnarsdóttur, sem sagði já.Ögmundur Jónasson sagði já.Össur Skarphéðinsson sagði já. Tengdar fréttir Fyrirvararnir styrkja samningana Fyrirvarar Alþingis við Icesave samningana við bresk og hollensk stjórnvöld styrkja samningana, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í umræðum á Alþingi í morgun sagði hann að í umræðunni um samningana undanfarin misseri hafi verið reynt að færa sökina frá þeim sem orsökuðu vandamálið yfir á þá sem bera ábyrgð á því að leysa málið. Hann sagðist ekki telja að sú söguskýring muni halda í framtíðinni. „Það gat aldrei komið lítill og sætur samningur til að leysa úr svona stóru máli." 28. ágúst 2009 09:36 Fellum samningana og gerum nýja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir framgöngu sína í Icesave málinu við upphaf þingfundar í morgun. Hann lagði til að frumvarpið um ríkisábyrgð yrði fellt og nýr samningur gerður. 28. ágúst 2009 09:43 Atkvæði um Icesave greidd í dag alþingi Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna létu ríkisstjórnina – og þá sér í lagi Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra – heyra það í þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið sem stóð á Alþingi í allan gærdag og fram á kvöld. Töldu þeir stjórnvöld hafa haldið illa á málinu og í raun klúðrað því. Ætlan þeirra hafi verið að keyra málið óbreytt í gegnum þingið en til allrar lukku hafi það breyst mjög til betri vegar. 28. ágúst 2009 01:00 Breið samstaða ákaflega dýrmæt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir breiða samstöðu í Icesave málinu ákaflega dýrmæta fyrir framhaldið. Hún segir næsta verkefni ráðamanna vera að sannfæra Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin sé ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð. 28. ágúst 2009 09:11 Megum ekki gefast upp Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýndi að Íslendingar tækju á sig einkaskuld sem skert gætu lífsgæði þjóðarinnar. Hún talaði um fólkið sem nú færi úr landi með þekkingu sína og reynslu, meðal annars vegna samninganna. 28. ágúst 2009 10:10 Ríkisstjórnin treystir á minnihlutann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hættumerki að ríkisstjórnin vilji keyra Icesave málið í gegnum Alþingi þrátt fyrir litla samstöðu í þinginu. Ríkisstjórnin stefni í fen því hún verði aldrei neitt annað en valdabandalag Samfylkingar og Vinstri grænna sem treysti á stjórnarandstöðuna að leysa úr erfiðustu vandamálum sínum. Íslenska þjóðin eigi mun betra skilið. 28. ágúst 2009 09:19 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar var rétt í þessu samþykkt með 34 atkvæðum gegn fjórtán. Fjórtán greiddu ekki atkvæði um málið, en einn var fjarverandi. Flestir þingmenn sem grein gerðu fyrir atkvæði sínu sammældust um að fyrirvarar sem settir hefðu verið við samninginn væru til bóta. Framsóknarmenn töldu þó flestir að þeir gengu ekki nógu langt og greiddu atkvæði gegn samningnum. Borgarahreyfingin studdi fyrirvarana, en gat illa sætt sig við að þjóðin tæki á sig skuldir einkaaðila. Þingmenn flokksins ýmist greiddu atkvæði gegn frumvarpinu eða sátu hjá. Óháði þingmaðurinn Þráinn Bertelsson sagði lækninguna í þessu tilfelli verri en sjúkdóminn og greiddi atkvæði gegn málinu. Sjálfstæðismenn sátu flestir hjá við atkvæðagreiðslu málsins, nema þeir Árni Johnsen og Birgir Ármannson, sem greiddu atkvæði gegn málinu. Steingrímur J. Sigfússon gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði að Icesave myndi óleyst standa fyrir mikilvægum málum sem tengjast endurreisn efnahagslífsins og þjóðarbúskapsins. Bæði hann og aðrir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Þingmenn Samfylkingar greiddu málinu allir atkvæði sitt. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, var sá eini úr röðum flokksins sem tók til máls við atkvæðagreiðsluna. Hann vísaði öllum ummælum um að einhver felu- eða blekkingarleikur hefði verið um málið út á hafsauga. Hér að neðan má sjá hvernig hver einstakur þingmaður greiddi atkvæði í málinu. Atli Gíslason sagði jáÁlfheiður Ingadóttir sagði jáÁrni Johnsen sagði nei.Árni Páll Árnason sagði já.Árni Þór Sigurðsson sagði já.Ásbjörn Óttarsson sat hjá.Ásmundur Einar Daðason sagði já.Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sagði já.Birgir Ármansson sagði nei.Birgitta Jónsdóttir sagði nei.Birkir Jón Jónsson sagði nei.Bjarni Benediktsson sat hjá.Björgvin G. Sigurðsson sagði já.Björn Valur Gíslason sagði já.Einar K. Guðfinnsson sat hjá.Eygló Harðardóttir sagði nei.Guðbjartur Hannesson sagði já.Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagði já.Guðlaugur Þór Þórðarson sat hjá.Guðmundur Steingrímsson sagði nei.Gunnar Bragi Sveinsson sagði neiHelgi Hjörvar sagði já.Höskuldur Þórhallsson sagði nei.Illugi Gunnarsson var fjarverandi.Jóhanna Sigurðardóttir sagði já.Jón Gunnarsson sat hjá.Jónína Rós Guðmundsdóttir sagði já.Jón Bjarnason sagði já.Katrín Júlíusdóttir sagði já.Katrín Jakobsdóttir sagði já.Kristján Þór Júlíusson sat hjá.Kristján L. Möller sagði já.Lilja Rafney Magnúsdóttir sagði já.Lilja Mósesdóttir sagði já.Magnús Orri Schram sagði já.Margrét Tryggvadóttir sagði nei.Oddný Harðardóttir sagði já.Ólína Þorvarðardóttir sagði já.Ólöf Nordal sat hjá.Pétur H. Blöndal sat hjá.Ragnheiður E. Árnadóttir sat hjá.Ragnheiður Ríkharðsdóttir sat hjá.Róbert Marshall sagði já.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði nei.Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði já.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði já.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði nei.Siv Friðleifsdóttir sagði nei.Skúli Helgason sagði já.Steingrímur J. Sigfússon sagði já.Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði já.Svandís Svavarsdóttir sagði já.Tryggvi Þór Herbertsson sat hjá.Unnur Brá Konráðsdóttir sat hjá.Valgerður Bjarnadóttir sagði já.Vigdís Hauksdóttir sagði nei.Þorgerður K. Gunnarsdóttir sat hjá.Þór Saari sat hjá.Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði já.Þráinn Bertelsson sagði nei.Þuríður Backman kallaði inn varaþingmann, Bjarkey Gunnarsdóttur, sem sagði já.Ögmundur Jónasson sagði já.Össur Skarphéðinsson sagði já.
Tengdar fréttir Fyrirvararnir styrkja samningana Fyrirvarar Alþingis við Icesave samningana við bresk og hollensk stjórnvöld styrkja samningana, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í umræðum á Alþingi í morgun sagði hann að í umræðunni um samningana undanfarin misseri hafi verið reynt að færa sökina frá þeim sem orsökuðu vandamálið yfir á þá sem bera ábyrgð á því að leysa málið. Hann sagðist ekki telja að sú söguskýring muni halda í framtíðinni. „Það gat aldrei komið lítill og sætur samningur til að leysa úr svona stóru máli." 28. ágúst 2009 09:36 Fellum samningana og gerum nýja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir framgöngu sína í Icesave málinu við upphaf þingfundar í morgun. Hann lagði til að frumvarpið um ríkisábyrgð yrði fellt og nýr samningur gerður. 28. ágúst 2009 09:43 Atkvæði um Icesave greidd í dag alþingi Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna létu ríkisstjórnina – og þá sér í lagi Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra – heyra það í þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið sem stóð á Alþingi í allan gærdag og fram á kvöld. Töldu þeir stjórnvöld hafa haldið illa á málinu og í raun klúðrað því. Ætlan þeirra hafi verið að keyra málið óbreytt í gegnum þingið en til allrar lukku hafi það breyst mjög til betri vegar. 28. ágúst 2009 01:00 Breið samstaða ákaflega dýrmæt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir breiða samstöðu í Icesave málinu ákaflega dýrmæta fyrir framhaldið. Hún segir næsta verkefni ráðamanna vera að sannfæra Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin sé ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð. 28. ágúst 2009 09:11 Megum ekki gefast upp Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýndi að Íslendingar tækju á sig einkaskuld sem skert gætu lífsgæði þjóðarinnar. Hún talaði um fólkið sem nú færi úr landi með þekkingu sína og reynslu, meðal annars vegna samninganna. 28. ágúst 2009 10:10 Ríkisstjórnin treystir á minnihlutann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hættumerki að ríkisstjórnin vilji keyra Icesave málið í gegnum Alþingi þrátt fyrir litla samstöðu í þinginu. Ríkisstjórnin stefni í fen því hún verði aldrei neitt annað en valdabandalag Samfylkingar og Vinstri grænna sem treysti á stjórnarandstöðuna að leysa úr erfiðustu vandamálum sínum. Íslenska þjóðin eigi mun betra skilið. 28. ágúst 2009 09:19 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Fyrirvararnir styrkja samningana Fyrirvarar Alþingis við Icesave samningana við bresk og hollensk stjórnvöld styrkja samningana, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í umræðum á Alþingi í morgun sagði hann að í umræðunni um samningana undanfarin misseri hafi verið reynt að færa sökina frá þeim sem orsökuðu vandamálið yfir á þá sem bera ábyrgð á því að leysa málið. Hann sagðist ekki telja að sú söguskýring muni halda í framtíðinni. „Það gat aldrei komið lítill og sætur samningur til að leysa úr svona stóru máli." 28. ágúst 2009 09:36
Fellum samningana og gerum nýja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir framgöngu sína í Icesave málinu við upphaf þingfundar í morgun. Hann lagði til að frumvarpið um ríkisábyrgð yrði fellt og nýr samningur gerður. 28. ágúst 2009 09:43
Atkvæði um Icesave greidd í dag alþingi Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna létu ríkisstjórnina – og þá sér í lagi Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra – heyra það í þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið sem stóð á Alþingi í allan gærdag og fram á kvöld. Töldu þeir stjórnvöld hafa haldið illa á málinu og í raun klúðrað því. Ætlan þeirra hafi verið að keyra málið óbreytt í gegnum þingið en til allrar lukku hafi það breyst mjög til betri vegar. 28. ágúst 2009 01:00
Breið samstaða ákaflega dýrmæt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir breiða samstöðu í Icesave málinu ákaflega dýrmæta fyrir framhaldið. Hún segir næsta verkefni ráðamanna vera að sannfæra Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin sé ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð. 28. ágúst 2009 09:11
Megum ekki gefast upp Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýndi að Íslendingar tækju á sig einkaskuld sem skert gætu lífsgæði þjóðarinnar. Hún talaði um fólkið sem nú færi úr landi með þekkingu sína og reynslu, meðal annars vegna samninganna. 28. ágúst 2009 10:10
Ríkisstjórnin treystir á minnihlutann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hættumerki að ríkisstjórnin vilji keyra Icesave málið í gegnum Alþingi þrátt fyrir litla samstöðu í þinginu. Ríkisstjórnin stefni í fen því hún verði aldrei neitt annað en valdabandalag Samfylkingar og Vinstri grænna sem treysti á stjórnarandstöðuna að leysa úr erfiðustu vandamálum sínum. Íslenska þjóðin eigi mun betra skilið. 28. ágúst 2009 09:19