Innlent

Skemmtibátur í vandræðum vegna vélarbilunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Báturinn var skammt frá Gróttu þegar óhappið varð.
Báturinn var skammt frá Gróttu þegar óhappið varð.
Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá skipstjóra lítils skemmtibáts um klukkan hálftíu í morgun vegna vélarbilunar í skemmtibátnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er báturinn staddur 10 sjómílur frá Gróttu í góðu veðri og amar ekkert skipverjum.

Landhelgisgæslan óskaði eftir aðstoð sjóbjörgunarsveitar slysavarnafélagsins og fer björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson bátnum til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×