Argentína og Hondúras á HM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2009 09:00 Diego Maradona landsliðsþjálfari Argentínu fagnar sigrinum í gær. Nordic Photos / AFP Argentína og Hondúras tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni HM sem fer fram í Suður-Afríku næsta sumar. Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ en það var varamaðurinn Mario Bolatti sem skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Leikurinn var þrunginn taugaspennu og litu afar fá færi dagsins ljós. Vendipunktur leiksins var þegar að Úrúgvæinn Martin Cacares fékk að líta rauða spjaldið á 84. mínútu fyrir sína aðra áminningu. Mark Argentínu kom í kjölfar aukaspyrnunnar sem dæmd var á Cacares og þar við sat. Fögnuður Argentínumanna var mikill í leikslok en heimamenn voru afar ósáttir. Cristian Rodriguez fékk til að mynda að líta beint rautt spjald hjá dómara leiksins eftir að leiknum lauk fyrir kjaftbrúk. Þar sem Chile vann Ekvador á sama tíma í gær varð Úrúgvæ í fimmta sæti riðilsins og á því enn möguleika á að komast á HM. Liðið mætir Kosturíku í umspili í næsta mánuði. Það var einnig mikil dramatík í Norður- og Mið-Ameríku riðlinum. Kostaríka og Hondúras voru að berjast um þriðja sæti riðilsins og það síðasta sem veitti beinan þátttökurétt á HM. Kostaríka var með tveggja stiga forystu á Hondúras fyrir leiki gærkvöldsins. Hondúras vann sinn leik, 1-0 gegn El Salvador. Þar sem Hondúras var með betra markahlutfall en Kostaríka dugði síðarnefnda liðinu ekki jafntefli í sínum leik en liðið mætti Bandaríkjunum á útivelli. Það leit reyndar vel út fyrir Kosturíku því liðið komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum Bryan Ruiz. En Michael Bradley minnkaði muninn fyrir Bandaríkjamenn á 72. mínútu og Jonathan Bornstein tryggði þeim svo jafntefli á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Um leið tryggði Bornstein Hondúras farseðilinn til Suður-Afríku. Það var hinn 36 ára gamli Carlos Pavon sem skoraði sigurmark Hondúras í gær og er hann markahæsti leikmaður undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku með sjö mörk í tíu leikjum. Þetta er í annað sinn sem Hondúras kemst á HM en síðast gerðist það árið 1982. Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Argentína og Hondúras tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni HM sem fer fram í Suður-Afríku næsta sumar. Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ en það var varamaðurinn Mario Bolatti sem skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Leikurinn var þrunginn taugaspennu og litu afar fá færi dagsins ljós. Vendipunktur leiksins var þegar að Úrúgvæinn Martin Cacares fékk að líta rauða spjaldið á 84. mínútu fyrir sína aðra áminningu. Mark Argentínu kom í kjölfar aukaspyrnunnar sem dæmd var á Cacares og þar við sat. Fögnuður Argentínumanna var mikill í leikslok en heimamenn voru afar ósáttir. Cristian Rodriguez fékk til að mynda að líta beint rautt spjald hjá dómara leiksins eftir að leiknum lauk fyrir kjaftbrúk. Þar sem Chile vann Ekvador á sama tíma í gær varð Úrúgvæ í fimmta sæti riðilsins og á því enn möguleika á að komast á HM. Liðið mætir Kosturíku í umspili í næsta mánuði. Það var einnig mikil dramatík í Norður- og Mið-Ameríku riðlinum. Kostaríka og Hondúras voru að berjast um þriðja sæti riðilsins og það síðasta sem veitti beinan þátttökurétt á HM. Kostaríka var með tveggja stiga forystu á Hondúras fyrir leiki gærkvöldsins. Hondúras vann sinn leik, 1-0 gegn El Salvador. Þar sem Hondúras var með betra markahlutfall en Kostaríka dugði síðarnefnda liðinu ekki jafntefli í sínum leik en liðið mætti Bandaríkjunum á útivelli. Það leit reyndar vel út fyrir Kosturíku því liðið komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum Bryan Ruiz. En Michael Bradley minnkaði muninn fyrir Bandaríkjamenn á 72. mínútu og Jonathan Bornstein tryggði þeim svo jafntefli á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Um leið tryggði Bornstein Hondúras farseðilinn til Suður-Afríku. Það var hinn 36 ára gamli Carlos Pavon sem skoraði sigurmark Hondúras í gær og er hann markahæsti leikmaður undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku með sjö mörk í tíu leikjum. Þetta er í annað sinn sem Hondúras kemst á HM en síðast gerðist það árið 1982.
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira