Innlent

Öryrkjar og útrásavíkingar í skattarannsókn

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Öryrkjar og útrásarvíkingar eru meðal þeirra sem skatturinn rannsakar nú vegna gruns um að hafa komið sér undan því að greiða skatt með því að nota erlend greiðslukort.

Ríkisskattstjóri hefur undanfarna mánuði rannsakað notkun á kortum sem gefin hafa verið út erlendis og skuldfærð þar en notuð til úttektar hér á landi. Þannig hefur fólk geta komist hjá því að greiða skatt af tekjum sínum. Dæmi um að einstök kort hafi verið notuð fyrir allt að 40 milljónir á einu ári.

Ríkisskattstjóri hefur nú sent um 50 bréf til eigenda kortanna en enn eru 10 kort til nánari athugunar. Heimildir fréttastofu herma að í bréfinu sé eigendum kortanna gefinn 15 daga frestur til að gera ríkisskattstjóra grein fyrir erlendum tekjum og eignum sem réttlæta notkun kortanna. Öryrkjar og útrásarvíkingar eru þeirra á meðal.

Vakti það furðu skattstjóra að tekjulágir einstaklingar líkt og öryrkja væru meðal þeirra sem ættu erlend kreditkort sem hafa verið notuð í stórum stíl hér á landi. Geti eigendur kortanna ekki gefið eðlilegar skýringar á kortanotkuninni verður mál þeirra sent til skattrannsóknarstjóra






Fleiri fréttir

Sjá meira


×