Íslenski boltinn

Ásmundur: Vorum á hælunum í byrjun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Daníel

Fjölnismenn sóttu eitt stig á Valbjarnarvöll í dag. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ekki sáttur við byrjunina hjá sínum mönnum en síðan komst liðið í gírinn.

„Við vorum algjörlega á hælunum fyrstu tuttugu mínúturnar og Þróttur náði verðskuldað forystunni. En við náðum sem betur fer að vinna okkur inn í leikinn og ég er ánægður með það," sagði Ásmundur.

„Við höfum þurft að vinna í því að þétta okkar varnarleik. Við höfum verið að fá tvö til þrjú mörk á okkur í leik en fáum eitt á okkur í dag svo þetta er í áttina. Við höfum verið að vinna í því að laga það sem hefur ekki verið nægilega gott í upphafi móts og ég tel liðið á réttri leið."

„Ég hefði helst viljað fá þrjú stig í dag en eitt stig er betra en ekki neitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×