Íslenski boltinn

KR-ingar undirbjuggu sig fyrir FH-leikinn út í Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Sigurðsson og Alexander Frei í baráttu um boltann í seinni leik Basel og KR.
Baldur Sigurðsson og Alexander Frei í baráttu um boltann í seinni leik Basel og KR. Mynd/Melanie Duchene

Það er nóg af leikjum hjá KR-ingum þessa daganna, þeir mættu Basel í Evrópudeildinni út í Sviss á fimmtudagskvöldið og mæta síðan toppliði FH í Pepsi-deildinni á morgun í Kaplakrika.

Leikurinn á móti FH verður sextándi leikur KR-liðsins á átta vikum og til þess að létta á ferðaálaginu ákváðu forráðamenn KR að undirbúa liðið fyrir Íslandsmeistarana út í Sviss.

„Við áttum tvo möguleika. Annarsvegar að fara sömu leið til baka og við komu, sem er að fara í rútu í fjóra og hálfan tíma til Frankfurt og svo þrír og hálfur tími í flugi frá Frankfurt

Við ákváðum hinsvegar að vera hér í Basel og æfa og ná úr okkur leiknum. Við æfum síðan kannski líka á laugardagsmorguninn og fljúgum síðan beint frá Basel.

Við töldum að það væri nauðsynlegt fyrir okkur til að reyna að vera í sem allra besta standi þegar við mætum FH á sunnudagskvöldið," sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR eftir leikinn á móti Basel






Fleiri fréttir

Sjá meira


×