Innlent

Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu

Breiðavík.
Breiðavík.

Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursonar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum.

RÚV sagði fyrst frá málinu í síðustu viku.

Í ályktun samtakanna segir einnig:

„Svipting með þessum hætti hlýtur að vera ólögmæt án dómsúrskurðar, jafnvel þótt barnaverndarnefndin telji sig hafa einhver efnisrök í höndum.

Sagan sýnir að slíkar nefndir geta hæglega haft rangt fyrir sér og telja Breiðavíkursamtökin að nefndin sé að líkindum að gera nákvæmlega hið sama og gert var við Breiðavíkurbörnin og börn fleiri vistheimila fyrr á árum - farið er fram með offorsi og geðþótta og ákvarðanir teknar í blóra við lög.

Breiðavíkursamtökin fordæma þessa siðlausu ákvörðun og krefjast þess að dómsyfirvöld grípi inn í málið áður en drengurinn verður sendur út á land á morgun, miðvikudag. Jafnframt krefjast samtökin þess að svipting Barnaverndarnefndar Reykjavíkur án undangengins dómsúrskurðar verði rannsökuð ofan í kjölinn."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×