Fótbolti

Stefán skoraði í sigri Vaduz

Stefán Þórðarson skoraði fyrir Vaduz
Stefán Þórðarson skoraði fyrir Vaduz

Stefán Þór Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Íslendingaliðið Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann óvæntan 3-1 heimasigur á Young Boys sem var í þriðja sæti deildarinnar.

Stefán kom inn sem varamaður hjá Vaduz á 75. mínútu og skoraði aðeins fimm mínútum síðar og innsiglaði dýrmætan sigur heimamanna.

Gunnleifur Gunnleifsson var sem fyrr á varamannabekknum hjá Vaduz en Guðmundur Steinarsson lék ekki með í dag vegna meiðsla.

Vaduz er enn í næstneðsta sæti deildarinnar þrátt fyrir sigurinn en er nú aðeins þremur stigum á eftir liði Sion sem er í 8. og þriðja neðsta sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×