Erlent

Styður stríðið gegn fíkniefnum í Mexíkó

Í upphafi heimsóknar sinnar til Mexíkó sagði Barack Obama að Bandaríkin styðu heilshugar baráttuna gegn eiturlyfjakóngum landsins. Hann sagði að Bandaríkin þyrftu að taka á vandamálinu er snýr að peningaflæði og byssum handan landamæranna, sem greinilega ýta undir vandamálið í Mexíkó.

Nokkrum klukkustundum áður en Obama kom til Mexíkó, þar sem hann mun hitta starfsbróður sinn Felipe Calderon, voru fimmtán vopnaðir menn og einn hermaður drepnir í skotbardag í suðurhluta landins.

Fréttir herma að menn úr fíkniefnadeildinni hafi lent í skotbardaganum þar sem þeir reyndu að uppræta eiturlyfjaframleiðslu.

Obama hefur lýst yfir vilja Bandaríkjanna til þess að aðstoða við baráttuna við fíkniefnaheiminn sem dró yfir 6000 manns til dauða á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×