Erlent

Milljón í styrk fyrir kaup á rafmagnsbíl

Bresk stjórnvöld ætlar að bjóða bílakaupendum í Bretlandi allt að eina milljón króna í fjárstyrk ákveði þeir að festa kaup á rafmagnsbílum.

Tuttugu og sex milljón bensín og dísel bílar eru á götum Bretlands. Breska ríkisstjórnin hefur í samræmi við græna stefnu ákveðið að bjóða tvö til fimm þúsund pund, jafnvirði fjögur hundruð til nærri níu hundruð og fimmtíu þúsund króna, í eingreiðslu til Breta sem ákveða að kaupa rafmagnsbíla. Stefnt er að því að það verði fyrst gert 2011. Rafmagsnbíll í Bretlandi kostar um tólf þúsund pund eða rúmar tvær milljónir króna. Margir setja þó fyrir sig að meðal hleðsla endist á bilinu fimmtíu til rúmlega hundrað kílómetra.

Breska ríkið ætlar að verja tuttugu milljónum punda til að byggja helðslustöðvar. Gallinn er að mati sérfræðinga að rafmagn er ekki endurnýnalegt í Bretlandi líkt og á Íslandi og því þarf að treysta á jarðefnaeldsneyti til að framleiða rafmagn í hleðsluna. Tugir milljóna hafa svo farið í styrki til Nissan og Rover til að þróa vistvæna bíla frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×