Enski boltinn

Redknapp ætlar að reyna að klófesta Ferdinand

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Mail ætlar knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham að reyna að koma á endurfundum næsta sumar við varnarmanninn Rio Ferdinand hjá Manchester United.

Redknapp var stjóri West Ham þegar Ferdinand var leikmaður félagsins á sínum tíma og hann er sagður ætla að leggja fram kauptilboð í leikmanninn næsta sumar.

Í fyrsta sinn síðan Ferdiand gekk í raðir United fyrir sjö árum síðan er leikmaðurinn ekki öruggur um sæti í byrjunarliði félagsins og talið er að ef heldur sem horfir komi félagaskiptin alveg til greina. Hinn 31 árs gamli Ferdinand á þrjú og hálf ár eftir af samningi sínum við United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×