Innlent

Félagsmálaráðherra fundar stíft um aðgerðir fyrir heimilin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason fundar stíft þessa dagana. Mynd/ Anton.
Árni Páll Árnason fundar stíft þessa dagana. Mynd/ Anton.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra situr á stífum fundarhöldum í dag til að ræða aðgerður í þágu heimilanna. Samkvæmt upplýsingum frá Hagsmunasamtökum heimilanna átti hann fund með þeim klukkan eitt í dag.

Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í gær stendur til að greiðslubyrði lána, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra, verði færð til tiltekins dags fyrir hrun og það sem eftir stendur af lánum að lánstíma loknum verði afskrifað. Þessar aðgerðir mun ríkisstjórnin kynna á allra næstu dögum.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra boðaði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær að ríkisstjórnin myndi á næstu dögum kynna aðgerðir sínar til stuðnings skuldugum heimilum. Hann hefur hins vegar hingað til ekki viljað kynna þessar aðgerðir opinberlega í smáatriðum og bíður þess að endanlega verði gengið frá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×